Aðalskipulag
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu:

Breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030- greinargerð.
Um er að ræða breytingu á töflu í greinargerð, kafla 4.1.1. Íbúðasvæði. Tafla 4-2 íbúðarsvæði í Blönduósbæ verður leiðrétt er kemur að leyfilegum fjölda íbúða á svæðum A, B, C og D, verður leyfilegur fjöldi íbúða á svæðunum aukinn svo byggja megi fleiri minni íbúðir en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. 

Lýsingin verður aðgengileg á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, frá og með 11.04.2019 - 25.04.2019. Lýsingin verður einnig aðgengilega á heimasíðu Blönduósbæjar. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna til 25.04.2019.

Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið magnus@blonduos.is

F.h. Skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar 

Magnús Sigurjónsson

Auglýsing um skipulagsmál í Blönduósbæ

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?