Mikið magn af blautklútum, t.a.m. sótthreinsiklútum er í fráveitukerfinu. Svo virðist sem magn slíkra klúta, sem hent er í salerni, hafi aukist undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðvarinnar og hjá starfsfólki.

Við hvetjum fólk til að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Blautklútar, hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar, eiga heima í ruslinu.

Stöndum saman í því að hafa þetta í lagi

Var efnið á síðunni hjálplegt?