Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar var haldinn í gær, 20. júní. Á dagskrá fundarins voru m.a. kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar, kosning í nefndir, ráð og stjórnir og ráðning sveitarstjóra. Rannveig Lena Gísladóttir var kjörin forseti sveitarstjórnar og Sigurgeir Þór Jónasson varaforseti. Atli Einarsson var ráðinn fundarritari. Einnig var ákveðið að auglýsa starf sveitarstjóra.

Þrír aðalfulltrúar og þrír varafulltrúar voru kosnir í byggðaráð Blönduósbæjar. Aðalmenn eru Guðmundur Haukur Jakobsson, sem verður formaður ráðsins, Hjálmar Björn Guðmundsson og Birna Ágústsdóttir. Varamenn eru Rannveig Lena Gísladóttir, Sigurgeir Þór Jónasson og Gunnar Tryggvi Halldórsson. 

 Fundargerðina frá fundinum er hægt að nálgast hér en einnig má finna hana undir fundargerðir sveitarstjórnar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?