Í dag, þann 1.desember voru ljósin tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju. Tréð er úr Gunnfríðarstaðarskógi og er af tegundinni Sitka greni. Tréð er rúmir 9 metrar á hæð og eru trén flutt árlega úr skóginum með vörubíl og sett upp á kirkjuhólinn af starfsmönnum þjónusutumiðstöðvarinnar.

 

Vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá.

 

Krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatré. Valdimar sveitarstjóri ávarpaði samkomuna í byrjun og jólasveinarnir kíktu við, dönsuðu með krökkunum, gáfu þeim mandarínur og tóku létt spjall.

Var efnið á síðunni hjálplegt?