Þeir voru kampakátir aðstandendur verkefnisins þeir Ásgeir, Guðmundur, Björn og Kristján þegar fyrst…
Þeir voru kampakátir aðstandendur verkefnisins þeir Ásgeir, Guðmundur, Björn og Kristján þegar fyrsta skóflustungan var tekin í dag.

Fyrsta skóflustungan var tekin af 1.739 m2 húsnæði að Miðholti 1. Húsið verður límtréshús klætt samlokueiningum á steyptum sökkli. Húsið skiptist í 11 mis stórar eingingar og verður ýmiskonar starfsemi í húsnæðinu. Það voru þeir Ásgeir Blöndal, Guðmundur Ingþórsson, Björn Friðriksson og Kristján Kristófersson sem tóku fyrstu skóflustunguna. Framkvæmdir hefjast nú þegar og stefnt að húsið sé risið um næstu áramót.

Var efnið á síðunni hjálplegt?