Nýlega hefur viðburðadagatal verið opnað á heimasíðu Blönduósbæjar http://www.blonduos.is/is/baerinn/dagatal  . Dagatalið er hugsað til þess að halda saman öllum viðburðum í sveitarfélaginu á einum stað og til að auðvelda bæjarbúum og gestum Blönduósbæjar að sjá hvað er um að vera á svæðinu.

Viðburðardagatalið er opið öllum þeim sem vilja koma upplýsingum um viðburði sem haldnir eru í sveitarfélaginu Blönduósi á framfæri. Með því að ýta á “Senda inn viðburð”á heimasíðu Blönduósbæjar þá getur þú óskað eftir að þinn viðburður fari inn á dagatalið.

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi viðburðadagatalið, hafið samband við menningar-íþrótta- og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar á netfangið kristin@blonduos.is eða í síma 455-4700.

Var efnið á síðunni hjálplegt?