Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum kom saman til fundar mánudaginn 16. desember 2019 í kjölfar óveðurs og rafmagnsleysis í héraðinu. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til allra viðbragðsaðila fyrir velunnin störf en ljóst er að þeir unnu þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkenndist af samstöðu og samkennd.

            Fulltrúar hópsins hafa haft samband við nokkra viðbragðsaðila og munu á næstunni verða í sambandi við fleiri viðbragðsaðila og bjóða viðrun og sálgæslu. Íbúum á svæðinu er velkomið að hringja í fulltrúa hópsins varðandi praktísk úrlausnarefni eða beiðni um sálrænan stuðning. Hér að neðan eru símanúmer einstakra stofnana sem hægt er að hringja í:  

Hjálparsími RKÍ 1717

Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Hvammstanga s. 867-2278

Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Skagaströnd s. 860-8845

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga s. 432-1300

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi s. 455-4100

Fjölskyldu- og fræðslusvið Húnaþings vestra s. 455-2400

Félagsþjónusta Austur Húnavatnssýslu s. 455-4170

Var efnið á síðunni hjálplegt?