Áætlað var að halda íbúafundi í Húnavatnshreppi og Skagabyggð í lok apríl, en þeim hefur nú verið frestað til loka maí og byrjun júní vegna aðstæðna og þróunar heimsfaraldursins. Þeir munu fara fram að sauðburði loknum. Kynningarbæklingi verður dreift í öll hús um miðjan maí. 

Með fyrirvara um að aðstæður í samfélaginu leyfi verða íbúafundir haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Félagsheimilinu á Blönduósi. Miðvikudaginn 19. maí, kl. 20.00
  • Fellsborg á Skagaströnd. Fimmtudaginn 20. maí, kl. 20.00.
  • Húnavöllum í Húnavatnshreppi. Mánudaginn 31. maí, kl. 20.00.
  • Skagabúð í Skagabyggð. Þriðjudaginn 1. júní, kl. 20.00.

Íbúum er frjálst að sækja fundi á þeim stöðum og tímasetningum sem þeim best henta.

 
Var efnið á síðunni hjálplegt?