Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur Húnavatnssýslu, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, boðar til íbúafunda miðvikudaginn 3. mars kl. 20:00-23:00 og laugardaginn 6. mars kl. 10:00-13:00.

Á fundunum verður kynning á verkefninu, auk þess sem farið verður yfir afraksturinn af vinnu starfshópa sem fjallað hafa um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna. Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt.

Fundirnir verða rafrænir og haldnir í gegn um Zoom-fjarfundakerfið. Á hunvetningur.is má finna leiðbeiningar um rafræna fundi og þar birtist slóð inn á fundina.

Á hunvetningur.is má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið og senda spurningar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?