Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Trappa ehf. undirrituðu 2ja ára samning þann 10. sept. s.l.  Markmiðið með samningnum er að efla talmeinaþjónustu í heimabyggð. Trappa mun nú sjá um greiningar og þjálfun barna í Austur Húnavatnssýslu  en talmeinafræðingar munu koma reglulega til að sinna greiningum og sinna þjálfun í gegnum fjarskiptaforritið Kara Connect að mestu á skólatíma barna.

Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Tröppu við undirritun samningsins á Hilton Hóteli í Reykjavík.

Var efnið á síðunni hjálplegt?