Unnið hefur verið að því síðustu daga að moka snjó af götum bæjarins eftir mikið fannfergi í óveðrinu í síðustu viku. Sem stendur eru 3-4 tæki í snjómokstri fyrir Blönduósbæ. Búið er að hreinsa að mestu allar aðalleiðir og breikka. Snjó er þá mokað úr götunni og af gangstéttum og fjarlægður. Nú er verið að hreinsa götur uppí hverfi og svo Skúlabrautina. Það er seinlegt þar sem keyra þarf snjónum út á opin svæði þar sem ekki er pláss fyrir hann í götunum. Er vonast til þess að því ljúki að mestu á morgun ef veður leyfir.

Nokkuð hefur borið á því að snjó hafi verið mokað úr innkeyrslum í íbúðargötum og honum sturtað á gangstéttarnar eða á sjálfa götuna. Þetta eru ekki góð vinnubrögð og skapar óþarfa hættu  fyrir gangandi fólki og umferð.

Snjó sem tekin er úr innkeyrslum verður að keyra á svæði sem geta tekið við snjónum. Hægt er að fá upplýsingar um svæði hjá Tæknideild Blönduósbæjar sem losa má snjó á.

Reglur um snjómokstur eru á heimasíðu Blönduósbæjar: https://www.blonduos.is/is/thjonusta/samgongur-og-oryggi/snjomokstur

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?