Nesrin, Adnan og synir þeirra tveir settustu að á Blönduósi fyrir rúmu ári. Leiðin á Blönduós var löng, en þau eru ein þeirra fjölmörgu sem flúið hafa stríðið í Sýrlandi. Þrátt fyrir stutta viðdvöl á Blönduósi hefur fjölskyldan öll sett svip sinn á samfélagið. Adnan starfaði hjá SAH í vetur og Nesrin sinnti móðurmálskennslu í arabísku við Blönduskóla, starfaði sem flokkstjóri í vinnuskóla Blönduósbæjar og lagði stund á fjarnám.

Nú tekur við næsti kafli í lífi fjölskyldunnar, en Nesrin hefur nám við Háskóla Íslands á haustönn og hefur fjölskyldan því fært sig um set. Blönduósbær þakkar fjölskyldunni fyrir samfylgdina og framlag þeirra til samfélagsins síðastliðið ár og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Var efnið á síðunni hjálplegt?