8. fundur 15. mars 2016 kl. 14:00 - 15:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson
Dagskrá

1.Markviss - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20' gám

1601009

Tekin til afgreiðslu stöðuleyfisumsókn Skotfélagsins Markviss kt. 450691-1439. Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á skotsvæði Skotfélagsins Marksviss lnr.145160, staðsetning við Turn 1. Staðsetning skv. meðfylgjandi afstöðumynd sem gerð er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni, uppdráttur nr. S 01 í verki nr. 712502, dagsettur 14.12.2015.
Stöðuleyfið er veitt til eins árs frá 1. maí 2016 í samræmi við lög um mannvirki númer 160/2010 og á grundvelli framlagðra gagna.

2.Árbraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi til endurbóta

1602010

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Bs. um atvinnu- og menningarmál í A- Hún., kt. 451176-0130. Umsókn um byggingarleyfi til gagngerra endurbót á íbúðarhúsi nr. 33 við Árbraut á Blönduósi, landnr. 192265. Í þessum fyrsta áfanga eru þak, gluggar og hurðir endurnýjað ásamt frárennslislögn. Aðaluppdráttur ásamt séruppdráttum arkitekts, gerðir hjá TGJ af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, fylgja umsókninni. Aðaluppdrættir nr. VT01 og VT02 og séruppdrættir nr. VT03 til VT15, dagsett 31.03.2015. Teiknin af frárennslislögn gerð hjá VERKÍS af Ragnari Haukssyni verkfræðingi, teikning nr. M27.001A í verki nr. 72013, dagsett 28.01.2016.
Framlögð gögn móttekin 10.03.2016 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

3.Efstabraut 2, matshluti 03 - Umsókn um byggingarleyfi

1603020

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Átakshúsi ehf, kt. 620307-1520. Umsókn um byggingarleyfi til að setja upp milliloft í verslunar- og lagerhúsnæði félagsins sem er matshluti 3 að Efstubraut 2 á Blönduósi, landnr. 144885. Aðaluppdráttur og burðrarvirkisuppdráttur gerðir hjá STOÐ ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðingi, fylgja umsókninni. Uppdráttur nr. A101, A102, A103 og B101 í verki nr. 7037-4, dagsettir 25. 01 2016.
Framlögð gögn móttekin frá 24.02.2016 til 15.03.2016 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?