12. fundur 22. nóvember 2016 kl. 09:00 - 10:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson
Dagskrá

1.Ljósleiðari í dreifbýli - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1607001

Tekin til afgreiðslu umsókn Blönduósbæjar um framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara í dreifbýli á Blönduósi. Gert er ráð fyrir samstarfi við Húnavatnshrepp og er framkvæmdin að hluta samstarfsverkefni. Umsókninni fylgja yfirlitsmyndir um lagnaleiðir.

Framkvæmdaleyfi er háð því skilyrði að leyfi Vegagerðarinnar, landeigenda og annarra sem framkvæmdin kann að varða liggi fyrir áður en framkvæmd hefst á viðkomandi lagnaleið. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030.

Framkvæmdaleyfi gefið út 14. júlí 2016..

2.Stekkjarvík, stækkun á urðunarhólfi - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1607002

Tekin fyrir umsókn frá Norðurá bs, kt. 560206-0620, um framkvæmdaleyfi til stækkunar á urðunarhólfi í Stekkjarvík í landi Sölvabakka. Umsókninni fylgir hönnun af fyrirhugaðri framkvæmd, gerð hjá Eflu ehf, teikningar nr. ST- 101, 105, 108, 109 og 113, dags. í maí 2016 ásamt útboðslýsingu. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við deiliskipulagið „Sölvabakki - urðun og efnistaka“ sem tók gildi með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda þann 17. sept. 2015.
Framkvæmdaleyfi gefið út 18. júlí 2016.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?