90. fundur 27. júní 2017 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar

1508019

Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuði ársins 2017
Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuðí ársins 2017 lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir við Blönduskóla

1511002

Kostnaðaráætun vegna viðgerða og málningarvinnu
Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideidar mætti á fundinn undir þessum lið. Ágúst Þór kynnti kostnaðaráætlun vegna viðgerða og málningarvinnu við Blönduskóla.
Áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmda við Blönduskóla er 11,9 m.kr.
Byggðaráð samþykkir og staðfestir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 3,8 m.kr. og er því mætt með eigið fé til að mæta auknum kostnaði við framkvæmdina miðað við fjárhagsáætlun 2017.

3.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð 14. júní 2017

1706017

Byggðaráð lýsir furðu yfir því að lögvarin réttindi Blönduósbæjar, hvað varðar atkvæðisrétt sveitarfélagsins í veiðifélagi Blöndu og Svartár, skulu fyrir borð borin æ ofan í æ á vettvangi Veiðifélags Blöndu og Svartár og áskilur sér allan rétt til að láta stjórn Veiðifélagsins axla ábyrgð á þeim gjörningi.

Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

4.Byggðasamlag um menningu og atvinnumál í A-Hún - fundargerð frá 9. mars 2017

1706020

Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir framkvæmdum við Árbraut 33.
Fundargerð Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A - hún lögð fram til kynningar.

5.Skipulagsfulltrúi

1706019

Auglýst staða skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir að auglýsa eftir umsækjendum í starf skipulagsfulltrúa.

6.Blöndubrú

1706018

Byggðaráð Blönduósbæjar skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn í áframhaldandi framkvæmdir við Blöndubrú og þjóðveg 1 í gegnum Blönduós sem og birtist í tillögu að langtímaáætlun samgönguáætlunar í árslok 2016.
Umferðin um Blönduós hefur aukist til muna undanfarin ár. Íbúar og bæjarfulltrúar hafa um árabil barist fyrir lagfæringum á Blöndubrú sem hafa farið af stað en er ekki enn lokið. Mikilvægur þáttur í framkvæmdinni er að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með að byggja göngubrú yfir Blöndu.

7.Trúnaðarmál

1612002

Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Leikskólastjóri Barnabæjar sótti þann 21. maí um leyfi frá störfum í eitt ár. Þann 27. Júní er málið kynnt og tekið til afgreiðslu í Byggðaráði. Óskiljanlegt er að ekki skuli vera búið að taka þetta mál fyrir og vinna í þeim þáttum sem það felur í sér.

8.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?