93. fundur 02. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 24

1707005F

Fundargerð 24. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar
lögð fram til afgreiðslu á 93. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
  • 1.1 1707028 Ráðning leikskólastjóra
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 24 Fyrir fundinum lágu tvær umsóknir um starf leikskólastjóra Barnabæjar til eins árs.
    Umsækjendur voru Sigríður Helga Sigurðardóttir og Ragna Fanney Gunnarsdóttir.
    Báðir umsækjendur komu í viðtal hjá nefndinni og var það mat nefndarinnar að báðar væru mjög hæfar í starfið.
    Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að ráða Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur í starfið. Helgi Haraldsson sat hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 93. fundi byggðaráðs 2. ágúst 2017 með 2 atkvæðum. Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

    Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Samkvæmt lögum, samþykktum Blönduósbæjar og erindisbréfi Fræðslunefndar verður ekki séð að nefndin eigi að annast undirbúning ráðningar og gerð tillögu um ráðningu með þeim hætti sem hér hefur verið gert
    Byggðaráð hefur ekki haft undir höndum umsoknir umsækjenda og því ekki hægt að taka afstöðu til málsins hér á þessum fundi."

2.Skipulagsfulltrúi

1706019

Á fundi byggðaráðs þann 27. júní sl., var tekin ákvörðun um að auglýsa stöðu Skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar

Auglýst var eftir skipulagsfulltrúa en engar umsóknir bárust.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir tímabundinni undanþágu til eins árs til ráðherra sbr.5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig 6. mgr. sömu laga.

3.Ársreikningur Háabrekku ehf.

1707020

Ársreikningur Háubrekku ehf. fyrir árið 2016 lagður fram og staðfestur af byggðaráði.

4.Ársreikningur Félagsheimilis Blönduósbæjar ehf.

1505022

Ársreikningur Félagsheimilisins ehf. er lagður fram til kynningar og staðfestur af byggðaráði.

5.Ársreikningur Skúlahorns ehf.

1707021

Ársreikningur Skúlahorns fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar og staðfastur af byggðaráði.

6.Kaupsamningur við Bjarna Kristinsson

1707027

Lagður fram kaupsamningur milli Bjarna Kristinssonar; kt. 050853-3739 og Blönduósbæjar; kt. 470169 - 1769 vegna kaupa á leiguréttindum á Ræktuðu landi nr.18 , landnúmer 145193, fjárhús og hlaða, fastanúmer 213-7311 og ræktað land 20, landnúmer 145195.

Kaupverð eignarinnar er samtals 379.995 kr. Þar af 150.000 kr. fyrir fasteignina.
Byggðaráð samþykkir kaupsamninginn með tveimur atkvæðum. Hörður Ríkharðsson greiðir atkvæði gegn og leggur fram eftirfarandi bókun: "Ekki er ljóst hvaða þarfir knýja á um að kaupa leigusamning og hús þau sem hér um ræðir. Athygli vekur að nú á að borga fyrir eignir sem ekki var gert í sambærilegu máli fyrr í sumar."

Guðmundur Haukur og Zophonías Ari samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 379.995 kr. Fjármagnað með eigin fé.
Hörður Ríkharðsson greiðir atkvæði gegn.


7.Erindi frá Snjólaugu Maríu Wium Jónsdóttir

1707008

Snjólaug M. Jónsdóttir óskar eftir því við Blönduósbæ að gera verksamning í skrúðgarðyrkjunámi sem hefst haustið 2018.

Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?