96. fundur 20. september 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2017

1610001

Farið var yfir stöðu framkvæma ársins 2017. Helstu framkvæmdir sem verið er að ljúka við eru m.a. gerð leiksvæðis og máling Blönduskóla, gluggaskipti í Hnjúkabyggð 27, endurnýjun gangstétta og standsetning á einni íbúð í Hnjúkabyggð 27. Auk þessa er verið að vinna í endurnýjun heimtauga hjá vatnsveitu, endurbótum á húsnæði Þjónstumiðstöðvar og fyrirhugað er að fara í uppsetningu rotþróar í dreifbýli og yfirlögn með klæðningu á hluta af Aðalgötu. Verið er að skoða undirbúnining framkvæmda við eldhúsálmu og í bíósal Félagsheimilisins. Hætt var við framkvæmdir við Hrútey í ár þar sem ekki kom styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkið.

2.Framkvæmdir 2018

1709018

Byggðaráð ræddi áherslur og undirbúning framkvæmda næsta árs og samþykkti að fela Tæknideild að kostnaðarmeta einstaka framkvæmdir.

3.Sala á leiguíbúð Blönduósbæjar

1605028

Byggðaráð samþykkir að setja Skúlabraut 31 í sölu.

4.Hækkun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar

1611018

Sveitarstjórn hafnaði launahækkun sem fólst í hækkun á þingfarakaupi í nóvember á síðasta ári. Laun sveitarstjórnar og nefndar hafa því verið óbreytt. Við fjárhagsáætlunargerð 2017 var gert ráð fyrir að launakostnaður vegna sveitarstjórnar og nefnda myndi hækka um 16% á milli ára. Byggðaráð samþykkir að hækka laun sveitarstjórnar og nefndarmanna til samræmis við þá áætlun.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?