100. fundur 19. október 2017 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga -fundargerð og ársreikningur ársins 2016

1710015

Fundargerð Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga lögð fram til kynningar.

2.Umsögn um erindi um skort á kennslu í smíðum í Blönduskóla

1710010

Mennta-og menningarmálaráðuneyti hefur borist erindi frá Benedikt Bjarklind þess efnis að engin smíðakennsla hafi farið fram í Blönduskóla í all mörg ár.

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig smíðakennslu í Blönduskóla í 1. til 10. bekk hefur verið háttað síðastliðin 3 skólaár og jafnframt á því skólaári sem nú er nýhafið.

Byggðaráð harmar að Blönduskóla skuli ekki ennþá vera búinn fullnægjandi aðstaða til kennslu í hönnun og smíði. Sem kunnugt er hefur sveitarfélagið uppi áætlanir um úrbætur á þessu sviði sem þó eru ekki komnar til framkvæmda enn.

Byggðaráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

3.Samantekt vegna talningar gesta í upplýsingamiðstöð A-Hún sumarið 2017

1710004

Fyrir fundinn liggur frammi samantekt Upplýsingamiðstöðvar A-Hún. sumarið 2017.

Upplýsingmiðstöðin var opnuð í byrjun júní á Bókasafninu að Hnjúkabyggð 30. Upplýsingamiðstöðin var opin alla virka daga. Upplýsingamiðstöðin var lokuð 15. september.

Alls komu 775 gestir á upplýsingmiðstöðina á tímabilinu. Gestirnir komu frá alls 27 löndum en flestir voru Þjóðverja, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Bretar og Frakkar.

Flestir gestanna voru á aldrinum 25-44 ára eða 48% af heildarfjölda gesta, þar á eftir kemur aldurshópurinn 45-59 ára eða 35%, 10% voru í aldurshópnum 16-24 ára og 5% voru í hópnum 60 ára og eldri.

Lagt fram til kynningar.

4.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag

1609001

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi.

Þann 26. september 2017, gaf Blönduósbær út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á skotæfingasvæði á Blönduósi. Framkvæmdaleyfið var gefið út á grunni deiliskipulags fyrir skotæfingasvæðið sem sveitarstjórn Blönduósæbæjar samþykkti 11. apríl 2017.

Úrkurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála óskar eftir gögnum er málið varðar þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda til bráðbirgða af hálfu Odds Hjaltasonar og Blomstra ehf. Gögn sem málið varðar hafa verið send Úrskurðarnefndinni.

Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála kom saman fimmtudaginn 12. október sl., þar sem fyrir var tekið fyrrgreint erindi. Úrskurðarorð nefndarinnar voru á þessa leið að "Kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða er hafnað".

5.Málflutningsstofa Reykjavíkur - Stefna

1710014

Blomstra ehf. og Oddur Hjaltason hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á hendur Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, íslenska ríkinu, Skotfélaginu Markviss og til réttargæslu Blönduósbæ.

Byggðaráð felur lögmanni sveitarfélagsins að taka til réttargæslu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Var efnið á síðunni hjálplegt?