81. fundur 08. febrúar 2017 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Reglur Blönduósbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.

1702008

Drög að reglum Blönduósbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning umfram húsaleigubætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsaleigubætur nr. 75/2016
Fyrir fundinum lá tillaga að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Í reglunum er kveðið á um skilyrði fyrir greiðslu, fjárhæð og aðrar forsendur. Sérstakar húsnæðisbætur eru settar í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

Byggðaráð yfirfór reglurnar og samþykkti þær fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Lee Ann Maginnis - Hækkun á leiguverði leiguíbúða í eigu Blönduósbæjar

1612014

Erindi Lee Ann Maginnis vegna hækkunnar á leiguverði leiguíbúða.
Erindi frá Lee Ann Maginnis vegna hækkunar á leiguverði leiguíbúða þar sem óskað er svara við spurningum sem koma fram í erindinu.



Sveitarstjóra falið að svara erindinu.



3.Samningar við félagasamtök árið 2017

1702007

Lagðir fram samningar sem gerðir hafa verið í sambandi við fjárhagsáætlun 2017.

a) Við Knattspyrnudeild Hvatar um rekstur Blönduósvallar sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

b) Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og íþróttastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

c) Samningur við Hestamannafélagið Neista um stuðning við hestaíþróttina og barna og ungmennastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

d) Samningur við Vilja og Hestamannafélagið Neista um rekstur og afnot af reiðhöll sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

e) Samningur við Björgunarsveitina Blöndu um að halda úti björgunarstarfssemi í Austur-Húnavatnssýslu sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.
Lagðir fram samningar sem gerðir hafa verið í sambandi við fjárhagsáætlun 2017.

a) Við Knattspyrnudeild Hvatar um rekstur Blönduósvallar sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

b) Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og íþróttastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

c) Samningur við Hestamannafélagið Neista um stuðning við hestaíþróttina og barna og ungmennastarf sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

d) Samningur við Vilja og Hestamannafélagið Neista um rekstur og afnot af reiðhöll sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.

e) Samningur við Björgunarsveitina Blöndu um að halda úti björgunarstarfssemi í Austur-Húnavatnssýslu sem gildir í 3 ár frá 1. janúar 2017 - 31. desember 2019.



Lagðir hafa verið fram ofangreindir samningar til staðfestingar en byggðaráð hafði í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017 samþykkt fjárhæðirnar til félagasamtakanna.

Byggðaráð frestar afgreiðslu samninganna.

4.SSNV - Fundargerð stjórnar 17. janúar 2017

1701010

Fundagerð stjórnar SSNV frá 17. janúar 2017 lögð fram.
Fundargerð stjórnar SSNV frá 17. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

5.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 23. jan 2017

1702001

Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar.
Fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 27. janúar 2017

1702006

Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

7.Afskriftir vegna fyrrí ára

1702009

Fært í trúnaðarbók

8.Áskorun til Innanríkisráðherra.

1702010

Fyrir fundinum eru lögð fram drög að bréfi frá þeim sveitarfélögum sem vilja skora á innanríkisráðherra og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að afgreiða nú þegar tekjuauka Jöfnunarsjóðs, vegna laga nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum Jöfnunarsjóðs þar um.



Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka þátt í sameiginlegri áskorun.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?