26. fundur 02. júní 2015 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 22. maí 2015

1505020

Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 22. maí 2015 lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð - stjórn SSNV 13. maí 2015

1505021

Fundargerð stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar SSNV frá 13. maí 2015 lögð fram til kynningar.

3.Lokaskýrsla verkefnisstjórnar um könnun á hagkvæmni sameiningar Hafísseturs og Laxaseturs Íslands

1505028

Lokaskýrsla verkefnisstjórnar um könnun á hagkvæmni sameiningar Hafísseturs og Laxaseturs Íslands lögð fram til kynningar. Fram kemur í skýrslunni að það þjónar ekki tilgangi að sameina Hafíssetrið og Laxasetrið. Helstu rök fyrir niðurstöðu skýrslunnar eru:
1) Sýning Hafíssetursins er næstum öll á íslensku og að mestu leyti lesmál á spjöldum
2) Hönnun og standsetning hugsanlegs viðbótarhúsnæðis er of kostnaðarsöm
3) Endurnýjun sýningar Hafísseturs frá grunni er mjög kostnaðarsöm
4) Sýningar Hafísseturs og Laxaseturs hafa báðar skýra náttúrutengingu en eiga að öðru leyti ekki margt sameiginlegt.
Byggðaráð vill þakka verkefnisstjórn fyrir vandaða vinnu.

Lagt fram til kynningar.

4.Útboð á slætti í Blönduósbæ

1505026

Þann 15. maí sl. voru opnuð tilboð í slátt og hirðingu grassvæða á Blönduósi. Eftirfarandi tilboð bárust:

1) Júlíus Líndal ehf. 7.107.455 kr.

2) Sorphreinsun VH. ehf. 6.818.294 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.500.000 kr.
Byggðaráð felur tæknideild að semja við lægstbjóðanda.

5.Erindi frá G. Ágúst Péturssyni

1505023

Fyrirhugað er að sækja um stuðning við samstarfsverkefnið Wild Entrepreneurs í sk. "Northern Pherepery PRogram (NPP)" en það er sjálfstæður samkeppnissjóður sem fjármagnaður er af Evrópusambandinu. Aðal umsækjandi verður bæjarfélagið Sligo á Norð - vestur Írlandi en gert er ráð fyrir að aðilar frá Íslandi, Skotlandi, Noregi og Svíþjóð verði einnig með í umsókninni. Hugmyndin er að Blönduós verði aðal samstarfsaðili fyrir Íslands hönd en síðan yrðu ca. 4 - 5 með-umsækjendur úr Húnavatnssýslum.
Þema verkefnisins er að stuðla að nýjum viðskiptum og viðskiptatækifærum og stuðla að auknu frumkvöðlastarfi sem byggir á náttúrulegum auðlindum svæðanna.
Byggðaráð samþykkir erindið að því gefnu að það liggi fyrir staðfesting á því að aðalumsækjandi, bæjarfélagið Sligo á Norðvestur Írlandi, nái að fullgera og skila inn umsókn ásamt samstarfsaðilum frá viðkomandi löndum.
Viðauki verður lagður fram þegar ljóst er að af verkefninu verður.

6.Framkvæmdir við Blönduskóla

1505027

Byggðaráð leggur til að hækka fjárfestingar Blönduósbæjar í fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2015 um 10. mkr. til að ljúka við framkvæmdir við matsal í Blönduskóla og því verður mætt með eigin fé.

Byggðaráð leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 og vísar afgreiðslu viðaukans til næsta fundar sveitarstjórnar.

7.Ársreikningur Félagsheimilis Blönduósbæjar ehf.

1505022

Ársreikningur Félagsheimilis Blöndusbæjar ehf. fyrir árið 2014 lagður fram.
Tap varð á rekstri félagsins á árinu 2014 að fjárhæð 2.888 þús. kr. Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 45.243 þús. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Byggðaráð samþykkir ársreikning Félagsheimilisins ehf. fyrir árið 2014.

8.Erindi frá Torfæruklúbbi Suðurlands

1505024

Óskað er eftir að halda torfærukeppni í malargryfjum rétt fyrir utan Blönduós þann 11. júlí næstkomandi.
Byggðaráð samþykkir erindið.

9.Erindi frá skotveiðifélaginu Markviss

1505025

Stjórn Skotf. Markviss óskar eftir að sveitarstjórn geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í þá veru að gert verði ráð fyrir æfinga og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss á núverandi stað (austan flugvallar), og þannig tryggja að aðstaða félagsins verði þar til frambúðar og hægt verði að ráðast í gerð riffilbrautar.
Umræður urðu erindið.
Byggðaráð felur byggingafulltrúa að meta hvort sú breyting á skipulagi sem óskað er eftir standist lög og reglur og meti þann kostnað sem að breytingunni hlýst.

Afgreiðslu erindis frestað þangað til níðurstaða þessarar vinnu liggur fyrir.

10.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1505009

Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Umrædd beiðni lýtur að umsókn í Blönduskóla.
Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?