29. fundur 01. júlí 2015 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason fundarritari
Dagskrá

1.Fundargerð Róta bs. - stjórnarfundur 15. júní

1506039

Fundargerð stjórnar Róta bs frá 15. júní 2015 lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 9. júní 2015

1506040

Fundargerð stjórnar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 9. júní 2015 lögð fram til kynningar.

3.Jafnréttisstefna Blönduósbæjar 2014-2018

1506041

Byggðaráð fór yfir jafnréttisáætlunina og gerði minniháttar leiðréttingar á orðalagi. Byggðaráð samþykkir framlagða jafnréttisstefnu Blönduósbæjar 2014-2018. Markmið jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnari þátttöku kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins og byggir hún á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.

4.Umsögn vegna endurnýjunar á leyfi fyrir Textílsetur Íslands

1506038

Byggðaráð veitir jákvæða umsögn við erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra dags 22. maí 2015, vegna endurnýjunar á leyfi til að reka gististað í II flokki að Árbraut 31, (Kvennaskólanum) Blönduósi.

5.Útboð á skólamáltíðum

1506042

Tilboð í skólamáltíðir voru opnuð þann 3. júní sl. 3 tilboð bárust og eitt frávikstilboð. Boðið var í staka máltíð og voru tilboðin eftirfarandi:
1. Stóri Björn ehf. 654 kr. m/vsk
2. Wave ehf. 1090 kr. m/vsk
3. Ömmukaffi ehf. 850 kr. m/vsk
4. Stóri Björn ehf, frávikstilboð 719 kr. m/vsk
Byggðaráð samþykkir að tillögu skólastjórnenda að fela sveitarstjóra og skólastjórnendum að taka upp viðræður við lægstbjóðenda.

6.Minnisvarði um Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal

1507001

Byggðaráð samþykkir að koma að uppsetningu minnisvarða um Sigurð Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal en hann þýddi bókina Kúgun kvenna þar sem bent var á stöðu kvenna um aldamótin 1900. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hefur hópur aðila undir forustu Þórs Jakobssonar tekið sig saman um að minnast þeirra tímamóta með uppsetningu minnisvarða sem staðsettur verður á Þríhyrnunni á gatnamótum Húnabrautar og Árbrautar á Blönduósi.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?