46. fundur 25. nóvember 2015 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - tíundi fundur

1511035

Jens P. Jensen, aðalgjaldkeri Blönduósbæjar, sat fundinn undir þessum lið.
Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2016.Sveitarstjóra falið að gera breytingar á fjárhagsáætlun 2016 sem ræddar voru á fundinum.

2.Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár - 18. nóvember 2015

1511034

Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til
kynningar.

3.Beiðni um styrk til samstarfsvekefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2015

1511031

Beiðni um styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2015.

Byggðaráð samþykkir erindið.

4.Byggðakvóti 2015/2016

1509010

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur móttekið bréf yðar dags. 10.nóvember 2015 með tillögum að breytingum á reglugerð nr. 605/2015 vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Ráðuneytið hefur tekið afstöðu til óska um sérreglur fyrir Blönduós og getur fallist á þær allar utan lokamálsgreinar í tillögunum, en það er ósk um undanþágu frá tvöföldunarskyldunni samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar, í staðinn verði löndunarskylda einföld í stað tvöföld.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 16. nóvember 2015

1511030

Fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 16. nóvember 2015 lögð fram til kynningar.

6.Fundarboð - almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár

1511037

Boðað er til félagsfundar í Veiðifélagi Blöndu og Svartár fimmtudaginn 3. desember n.k. kl. 20:30.

Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson mætir fyrir hönd Blönduósbæjar.
Að loknum fundi fór byggðaráð í heimsókn á Héraðsbókasafnið.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?