60. fundur 18. maí 2016 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar

1603011

Fjarskiptasjóður hefur úthlutað Blönduósbæ styrk til að standa að ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu Blönduósbæ. Stefnt er að ljúka framkvæmdum á árinu 2016.

Framkvæmdastjóri kynnti samning um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarkerfa í dreifbýli Blönduósbæjar.

Byggðaráð samþykkir samninginn.

2.Framkvæmdir 2016

1508022

Ágúst Þór Bragason mætti á fundinn og gerði grein fyrir framkvæmdum sveitarfélagsins.

3.Sala á leiguíbúð Blönduósbæjar

1605028

Byggðaráð samþykkir að setja Skúlabraut 35 í sölumeðferð. Afhending eignarinnar verður eigi fyrr en 1. september 2016.

4.Önnur mál

1510017

Byggðaráð fór að fundi loknum að skoða framkvæmdir að Hnjúkabyggð 27.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?