153. fundur 04. desember 2019 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlun.
Ágúst Þór kom á fundinn undir þessum lið kl.16.10 og fór yfir stöðu framkvæmda 2019 og framkvæmdaáætlun 2020. Ágúst vék af fundi 16:34. Sigrún fór yfir loka drög fjárhagsáætlunar og þær breytingar sem hafa orðið frá fyrri umræðu m.a vegna byggðasamlaga og fleiri þátta. Byggðaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með þremur atkvæðum og er henni vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.

2.Niðurfelling krafna

1805033

Afskriftabeiðnir.
Afskriftabeiðni frá Sýslumanninnum á Norðurlandi vestra, samtals 92.772 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda.
Niðurfelling viðskiptakrafna vegna fyrndra krafna sveitarfélagsins, samtals 2.015.992 krónur Hvor tveggja fært í trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?