156. fundur 06. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson og Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Akureyrarbær - Umsókn um skólavist

2002004

Umsókn frá fræðslusviði Akureyrarbæjar um skólavist.
Skráð í trúnaðarbók.

2.SSNV - Tilnefning fulltrúa á ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

2001020

Tilnefning fulltrúa á ársþing SSNV.
Aðalmenn Guðmundur Haukur Jakobsson, Sigurgeir Þór Jónasson, Anna Margret Sigurðardóttir og Gunnar Tryggvi Halldórsson. Til vara Arnrún Bára Finnsdóttir, Hjálmar Björn Guðmundsson, Birna Ágústsdóttir og Jón Örn Stefánsson.

3.SAH-afurðir - tilboð um sölu á hlutum Sölufélags A-Húnvetninga svf um sölu á hlutum í Ámundakinn ehf

2001025

Tilboð um sölu á hlutum Sölufélags A-Húnvetninga svf. um sölu á hlutum í Ámundakinn ehf.
Byggðaráð þakkar boðið en mun ekki ganga að tilboðinu.

4.Húsnæðis og mannvirkjastofnun - úttekt á Brunavörnum A-Húnavatnssýslu 2019

2001027

Úttekt á Brunavörnum Austur Húnavatnssýslu 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Félag eldri borgara í Húnaþingi - Dagskrá vetrarins

2001028

Bréf frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi.
Byggðaráð tekur vel í erindi Félags eldri borgara um aukið samstarf og stuðning, meðal annars varðandi aðstöðu til tómstundastarfs. Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi aðila um mögulegar útfærslur.

6.Menntamálastofnun -Ytra mat á leikskólanum Barnabæ

2001023

Skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat á leikskólanum Barnabæ.
Lagt fyrir byggðaráð til kynningar og vísað til fræðslunefndar. Sveitarstjóri hefur falið fræðslustjóra að hafa umsjón með úrbótaáætlun ásamt leikskólastjóra.

7.SSNV - Samantekt fyrir átakshóp stjórnvalda vegna veðurs í desember 2019

2002003

Samantekt fyrir átakshóp stjórnvalda vegna veðurs í desember 2019.
Fyrir fundinum lá samantekt SSNV fyrir átakshóp stjórnvalda vegna veðurs í desember 2019.
Sveitarfélögin á svæðinu munu einnig senda inn sínar áherslur hvað betur mætti fara.
Sveitarstjóra falið að klára samantekt og senda inn.

8.Embætti landlæknis - Heilsueflandi samfélag

2001033

Bréf frá Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag.
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Embætti landlæknis.

9.Steinunn Hulda Magnúsdóttir - styrkbeiðni

2002008

Styrkbeiðni vegna þjálfunar og kennslu í þreksal fyrir íbúa Blönduósbæjar 60 ára og eldri
Byggðaráð samþykkir erindið og færist styrkurinn á fjárhagslykil 0285-9919

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - leiðbeiningar til framlínustarfsmanna

2002009

Viðbragðsáætlun sveitarfélaga vegna Koronaveirunnar.
Lagt fram til kynningar.
Fram kom í umræðunni að Almannavarnanefnd Húnavatnssýslna mun halda utan um verkefnið ef til þess kæmi.

11.SSNV - fundargerð 51. fundar stjórnar 17. janúar 2020

2001017

Fundargerð 51. fundar SSNV
Lögð fram til kynningar.

12.SSNV - fundargerð 52. fundar 4. febrúar 2020

2002005

Fundargerð 52. fundar SSNV
Lögð fram til kynningar.

13.Umhverfisstofnun - Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

2001021

Bréf frá Umhverfisstofnun vegna enduvinnsluhlutfalls heimilisúrgangs í sveitarfélaginu.
Fyrir fundinum lá tafla um endurvinnsluhlutföll heimilisúrgangs í sveitarfélaginu fyrir árið 2018.
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og senda á Byggðaráð til frekari umfjöllunar síðar.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

2001018

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna viðmiðunarreglna um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagt fram til kynningar.

15.Brunavarnir Austur - Húnvetninga

2001022

Í tilefni af bókun Húnavatnshrepps, á 224. fundi sveitarstjórnar, þriðjudaginn 28. janúar s.l., þá vill byggðaráð Blönduósbæjar koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:
Aðeins annar af fráfarandi stjórnarmönnum Blönduósbæjar í Brunavörnum var ekki kjörgengur samkvæmt samþykktum, en sá hinn sami hefur verið virkur stjórnarmaður í tæplega 2 ár, án nokkurra athugasemda eða fyrirvara frá Húnavatnshrepppi.
Sveitarstjóri Blönduósbæjar fer með daglega framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, en í 7. grein samþykkta Brunavarna stendur orðrétt: Blönduósbær sér um daglegan rekstur Brunavarna. Blönduósbær hafnar því að hugtakanotkun sveitarstjóra Blönduósbæjar í einstaka fundargerðum Brunavarna feli í sér "ranga stjórnsýslu".
Byggðaráð Blönduósbæjar ítrekar fyrri afstöðu sína, og hefur fengið lögfræðiálit sama efnis, að ekki sé málefnalegt tilefni til þess að breyta samþykktum Brunavarna í Austur-Húnavatnssýslu.
Vilji Húnavatnshreppur gera breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Brunavarna, tímabundið eða til frambúðar, þá verði það tilkynnt til sveitarstjóra Blönduósbæjar, með vísan til núgildandi samþykkta.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?