158. fundur 17. mars 2020 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá
Formaður vekur athygli á að Anna Margrét Sigurðardóttir tekur sæti varamanns í Byggðaráði vegna forfalla og býður hana velkomna.
Formaður óskar eftir að bæta við nýju máli á dagskrá sem er 9. liður.

1.Aðgerðarstjórn Norðurlands vestra - Vettvangstjórnir almannavarna

2003010

Erindi frá Almannavörnum á Norðurlandi vestra - Aðgerðarstjórnir
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti skipan í vettvangsstjórn AST-NV sem staðsett er á Blönduósi.

2.Sparkvellir - Tilboð

2003012

Sparkvöllur - Tilboð vegna nýs gervigrass
Byggðaráð vísar erindinu til sveitarstjóra til frekari skoðunar vegna fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjóri komi með tillögu fyrir næsta fund Byggðaráðs.

3.Ferðamálastofa - Synjun um styrk

2003004

Erindi frá Ferðamálastofu þar sem kemur fram synjun um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Byggðaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Þá er bent á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun þessa árs, á milli landshuta, þar sem til Norðurlands vestra kemur aðeins 34 milljónir af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir.
Sveitarstjóra falið að óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fram koma í erindinu.

4.SSNV - framkvæmdir

2003009

Erindi frá SSNV er varðar framkvæmdir á Norðurlandi vestra.
Lagt fram til kynningar

5.SSNV - Áfangastaðastofa Norðurlands

2003007

SSNV - Tillaga um áfangastaðastofu
Lagt fram til kynningar.

6.SSNV - breytingar á samþykktum og þingsköpum SSNV

2003005

SSNV - Breytingar á samþykktum og þingsköpum SSNV.
Lagt fram til kynningar.

7.SSNV - Fundargerð 53. fundar stjórnar

2003008

SSNV - Fundargerð 53. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 879. fundar stjórnar

2003006

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 879. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Viðbragðsáætlun Blönduósbæjar við heimsfaraldri 1. útgáfa

2003013

Byggðaráð samþykkir Viðbragðsáætlun Blönduósbæjar við heimsfaraldri, 1. útgáfa.

Byggðaráð beinir þeim tilmælum til allra nefnda og ráða sveitarfélagsins að ekki séu haldnir fundir nema brýn nauðsyn beri til og þá reynt að hafa þá í gegnum síma eða fjarfundabúnað.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?