167. fundur 21. júlí 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Eigna- og framkvæmdasvið - staða mála 2020

2005001

Staða framkvæmda
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn undir þessum lið klukkan 17:05 og fór yfir stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Ágúst vék af fundi klukkan 17:55.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - Beiðni um afskriftir

2004018

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftabeiðnir
Afskriftabeiðnir frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 152.108 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum.

3.Húnvetningur - sameiningarmál í Austur-Húnavatnssýslu

2007007

Minnisblað frá RR ráðgjöf
Lagt fram til kynningar.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - Könnun á kjörum framkvæmdastjóra og sveitarstjórnarfólks 2020

2007009

Skýrsla sambandins er varðar kaup og kjör sveitarstjórnarfólks og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga fyrir árið 2019 auk nýrrar könnunar fyrir árið 2020
Byggðaráð felur sveitarstjóra og forseta sveitarstjórnar að uppfæra ,,Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Blönduósbæjar" frá 11. september 2007 með tilliti til skýrslu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sambærilegra sveitarfélaga.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Forsendur fjárhagsáætlanna 2021-2024

2007003

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar forsendur fjárhagsáætlanna 2021-2024
Lagt fram til kynningar.

6.Jöfnunarsjóður - greining á stöðu

2007002

Endurskoðuð jöfnunarframlög til Blönduósbæjar
Lagt fram til kynningar.

7.Þjóðskrá Íslands - Fasteignamat 2021

2007001

Erindi frá Þjóðskrá Íslands er varðar fasteignamat 2021
Lagt fram til kynningar.

8.Samantekt og samanburður á lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum

2006010

Fyrir fundinum er minnisblað frá Eflu verkfræðistofu er varðar áætlun í verkið
Byggðaráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

9.SSNV - Þingfulltrúar á sameinað árs- og haustþing SSNV

2007008

Erindi frá SSNV er varðar tilnefningu þingfulltrúa á haustþing samtakanna
Aðalmenn Guðmundur Haukur Jakobsson, Sigurgeir Þór Jónasson, Anna Margret Sigurðardóttir og Gunnar Tryggvi Halldórsson. Til vara Arnrún Bára Finnsdóttir, Hjálmar Björn Guðmundsson, Birna Ágústsdóttir og Jón Örn Stefánsson.

10.SSNV- Fundargerð stjórnar frá 3. júlí 2020

2007004

Fundargerð stjórnar SSNV frá 3. júlí 2020
Lagt fram til kynningar.

11.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - Fundargerð frá 29. júní 2020

2007010

Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá 29. júní 2020 auk ársreiknings fyrir árið 2019
Byggðaráð staðfestir fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá 29.júní sl. sem og ársreikning 2019.

12.Blönduósbær - Fundargerð opnunarfundar tilboða í sandblástur

2006030

Fundargerð opnunarfundar tilboða í sandblástur frá 30. júní.
Byggðaráð staðfestir fundargerðina frá 30. júní sl. og samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

13.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 65

2007001F

Byggðaráð staðfestir 65. fundargerð Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar frá 15. júlí sl.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 65 Nefndin samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 30. grein skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast skal auglýsa aðalskipulagsbreytingununa skv. 31. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Samþykkt með þremur atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 65 Nefndin felur skipulagsfulltrúa að halda fund með hlutaðeigandi og frestar erindinu þar til honum er lokið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 65 Nefndin fór í vettvangsferð til að skoða staði sem koma til greina.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?