182. fundur 09. febrúar 2021 kl. 11:45 - 12:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Miðholt - Umsókn um lóð

2102004

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd vísaði eftirfarandi lóðarúthlutun til Byggðarráðs Blönduósbæjar.
Erindi frá Jóni Árnasyni f.h. óstofnaðs hlutafélags, umsókn um lóð á deiliskipulögðu svæði á Miðholti fyrir atvinnuhúsnæði sem rúma á ýmsa starfsemi. Hefjast á handa í vor og ljúka framkvæmdum næsta sumar. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir byggingaráform, afstöðumynd, þríviddarmyndir unnið af S.S.Á. Teiknistofu.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umrædds félags, enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skilað inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefjist innan 6 mánaða. Annars falli lóðin aftur til sveitarfélagsins. Byggðarráð fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á nýju athafna- og þjónustusvæði á Blönduósi.

2.Vegagerðin - Samningur um eignaskerðingu vegna Þverárfjallsvegar í landi Ennis

2102008

Samningur vegna eignaskerðingar í landi Ennis vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýjan Þverárfjallsveg
Umræður urðu um málefnið. Sveitarstjóra, Skipulags- og byggingafulltrúa og Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna frekar að málinu, á grundvelli minnisblaðs sem lá fyrir fundinum og leggja það fyrir næsta fund Byggðarráðs.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 894. fundar stjórnar frá 29. janúar 2021

2102009

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar sl.
Lagt fram til kynningar

4.SSNV - Fundargerðir 62. og 63. fundar SSNV

2102010

Fundargerðir 62. og 63. fundar stjórnar SSNV frá 12. janúar og 2. febrúar 2021
Lagt fram til kynningar

5.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 431. fundar

2102007

Fundargerð 431.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. janúar sl.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?