194. fundur 22. júlí 2021 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Skrifstofu- og fjármálstjóri - staða mála 2021

2101017

Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálstjóri Blönduósbæjar mætir undir þessum lið og fer yfir stöðu fjármála
Valdimar O. Hermannsson fór yfir stöðu fjármála í fjarveru Sigrúnar Hauksdóttur

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2107002

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Lagður er fyrir fundinn viðauki 1 við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2021. Viðauki 1 er byggður á breyttum forsendum um tekjur og gjöld á árinu 2021.
Viðaukinn er vegna:
- hækkunar vegna söluhagnaðs eigna umfram áætlun 8.515.000
- lækkaðra leigutekna vegna sölu íbúða -2.375.000
- lækkaðra leikutekna í Félagsheimilinu vegna Barnabæjar -1.130.000
Samtals 5.010.000
Breytingar á gjöldum:
Framlag í húsaleigubætur sem féll niður í áætlun 3.600.000
Lækkaður húsnæðiskostnaður í leikskóla vegna leigu í Félagsheimili -1.344.000
Lækkaður kostnaður í Félagslegum íbúðum vegna sölu eigna -367.000
Sölulaun vegna sölu íbúða 2.435.000
Aukin gjöld samtals 4.324.000

Mismunur á tekjum og gjöldum (Tekjur umfram gjöld) 686.000

Fjárfestingar (eignafærsla)
Eignasjóður-efnahagur
Endurbætur í Blönduskóla 9.000.000
Gatnagerð við Miðholt 6.190.000
Gatnagerðargjöld vegna Miðholts -21.100.000
Gatnagerðargjöld vegna Ægisbrautar -4.100.000
Samtals breyting á eignasjóði - efnahag -10.010.000

Veitur - efnahagur
Lagnir vegna Miðholts 21.053.000
Tengigjöld vegna Miðholts -640.000
Lagnir vegna Ægisbrautar 2.200.000
Tengigjöld vegna Ægisbrautar -585.000
Samtals breyting í veitum - efnahag 22.028.000

Heildaraukning í fjárfestingum 12.018.000

Söluverð rekstrarfjármuna:
Land undir vegstæði í landi Ennis 7.000.000
Félagslegar íbúðir, söluverð umfram áætlun 13.300.000
Heildar söluverð rekstrarfjármuna 20.300.000

Byggarráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021

3.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sveitarstjóri greinir frá sölu eigna í sveitarfélaginu
Borist hefur tilboð í fasteignina að Mýrarbraut 18, að upphæð kr 24,9 mkr., og byggðarráð hafði samþykkt með tölvupósti. Byggðarráð staðfestir söluna. Þá heimilar byggðarráð einnig að næsta eign sem var á sölulista, verði sett í söluferli.

4.Vakin er athygli á þörf fyrir ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins fyrir þá sem þurfa að nota hjólastóla

2107003

Erindi frá Kristínu Rós Sigurðardóttur þar sem hún vekur athygli á þörf fyrir ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins fyrir þá sem þurfa að nota hjólastóla
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sínum við eigendur GN ehf., sem er með samning um skólaakstur fyrir sveitarfélagið, um mögulegar úrlausnir og kostnað við að mæta aukinni þörf á slíkri þjónustu sem einnig myndi nýtast fyrir akstur fyrir aldraða. GN ehf.,hefur nú þegar keypt fjölnota bifreið með góðu hjólastólaaðgengi og sætum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera rammasamning til reynslu við GN ehf. um þann akstur sem sveitarfélagið ber ábyrgð á, og að gera viðmiðunarreglur um slíkan akstur.
Þá verði aukin þjónusta kynnt betur fyrir hlutaðeigandi og sveitarfélögum á svæðinu.

Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs, þegar samningur liggur fyrir.

5.Bókanir sveitarstjórnar Húnvatnshrepps frá 07.07.2021

2107005

Bókanir sveitastjórnar Húnavatnshrepps frá 07.07.2021
Lagt fram til kynningar

6.Blönduósbær - Opnun tilboða - fundargerð

2107007

Fyrir fundinum liggur fundargerð vegna opnunar tilboða í verðkönnuna ,,Miðholt Blönduósi- Jarðvegsskipti 2021
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við lægstbjóðanda

7.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - Fundargerð frá 07.07.2021

2107004

Fundargerð framkvæmdanefndar Blönduósbæjar frá 07.07.2021
Lagt fram til kynningar

8.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerð stjórnar frá 6. júlí 2021

2107006

Fundargerð stjórnar frá 6. júlí 2021
Lagt fram til kynningar

9.Byggðasamlag um menningu- og atvinnumál - Fundargerð frá 16. júní 2021

2107008

Fundargerð stjórnar frá 16. júní 2021
Lagt fram til kynningar

10.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - Fundargerðir frá 24.06.21 og 20.07.21 ásamt viðauka

2107009

Fundargerðir stjórnar ásamt viðauka vegna aukins stöðugildis 2021
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir viðauka vegna aukins stöðugildis 2021

11.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 75

2107001F

Fundargerð 75. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 194. fundi Byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Liður 11.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af byggðarráði með umboði sveitarstjórnar með 3 atkvæðum
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 75 Byggingaráformin eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu, þar sem breytingar hafa orðið á útlit hússins þarf að grenndarkynna verkefnið á nýjan leik. Kynningin skal ná til Ægisbrautar 3,4 og 6 og Húnabrautar 38. Umsækjandi er eigandi að húsum við Húnabraut 29 og 33 og Blönduósbæ að húsi að Ægisbraut 1.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 75 Umrætt mál er eitt mál. Nefndin staðfestir fyrri afgreiðslu sína á málinu en vill bæta við að þær óverulegu breytingar á deiliskipulagi sem er verið að fara fram á hafa ekki áhrif á neinn nema sveitarfélagið sjálft og umsækjanda. Byggingaráformin eru því samþykkt. Afgreiðslan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum (ABF, LAM,SÞJ). Óskað var eftir fundarhléi kl. 16:42. Fundi framhaldið kl.16:48. Á móti voru 2 (JÖS,ALE). Lögð var svohljóðandi bókun. Fulltrúar Ó-listans greiða atkvæði á móti og fallast ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða. 16 m2 hýsi samræmist ekki gildandi skipulagi og hefur veruleg áhrif á ásýnd svæðisins. Sveitarstjórn Blönduóss hefur nú þegar hafnað erindinu og líta ekki svo á að um 1. mál sé að ræða og teljum við svo ekki vera. Bókun fundar Gunnar Tryggvi Halldórsson, fulltrúi Óslistans leggur fram eftirfarandi bókun:

    Á 55. fundi Skipulagsnefndar sem haldinn var 2. maí 2019 var erindið sem hér um ræðir tekið fyrir og því hafnað samhljóða af nefndarmönnum. Óskað var eftir að hvert hús yrði 16 m2 í stað 56m2, sem var lágmarks byggingarmagn í deiluskipulagi. Bókun Skipulagsnefndar var eftirfarandi 2. maí 2019:
    „Nefndin getur ekki fallist á að hvert hús verði 16 m2 á byggingarreit í stað 56 m2 sem er uppgefið lágmarksbyggingarmagn í deiliskipulagi og hafnar því erindinu samhljóða.“


    Hafði umsækjandi þá þegar farið í jarðvegsvinnu og tekið fyrir grunnum fyrir umrædd hús án byggingaleyfis. Í framhaldi er byggingarfulltrúa falið að láta umsækjanda lagfæra grunna sem teknir voru án leyfis, þ.e.a.s. fara fram á að umsækjandi mokaði aftur yfir grunna og loka sárum með túnþökum. Umsækjandi varð ekki við þeirri ósk og eru þessir grunnar enn opnir þegar þetta er ritað rúmum tveim árum síðar.
    Á 74. fundi nefndarinnar kemur málið aftur fyrir nefndina og þá óskað eftir breytingum á byggingarreitum fyrir tvö hús á lóð 42 og 43. Að auki fella út byggingarreit 44 og bæta við 5 bílastæðum. Samhliða var aftur óskað eftir byggingarleyfi fyrir tvö 16m2 hýsi á reitunum. Erindið var þá samþykkt þrátt fyrir að hafa verið hafnað samhljóða áður og núna með minnsta mun, 2 atkvæðum gegn 1, einn sat hjá og einn vanhæfur vegna skyldleika.

    Þegar fundargerð Skipulagsnefndar kemur fyrir sveitarstjórn vísar hún málinu til baka vegna formgalla á afgreiðslunni þar sem erindið væri í raun tvíþætt eða þríþætt, sem og að fullkomin sátt náðist ekki um erindið.

    Á 75.fundi Skipulagsnefndar kemur málið aftur fyrir nefndina og það afgreitt nær óbreytt frá nefndinni þrátt fyrir að sveitastjórn hafi vísað málinu aftur til frekari úrvinnslu Skipulagsnefndar.
    Hluti Skipulagsnefndar fullyrðir að um eitt mál sé að ræða og staðfestir afgreiðslu með 3 atkvæðum gegn 2 þrátt fyrir tilmæli sveitastjórnar og mótmæla hluta nefndarinnar.

    Í ljósi þess ferils sem hér á undan er rakinn er ég mjög undrandi á viðsnúningi fulltrúa L - lista í umsókn sem var hafnað samhljóða á 55. fundi Skipulagnefndar 2. maí árið 2019. Hvað gerðist þar bakvið tjöldin veit ég ekki en fyrir mitt leyti held ég mig við sömu niðurstöðu og skipulagsnefnd var samhljóða um á 55. fundi og greiði atkvæði gegn umræddri umsókn.

    Samþykkt með 2 atkvæðum (ABF SÞJ) gegn 1 atkvæði (GTH)
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 75 Nefndin fór yfir tilnefningar nefndarmanna. Ákveðið að skoða málið og bóka niðurstöðu hennar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?