198. fundur 14. október 2021 kl. 12:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 - kynning frá deildum.
Sigríður Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri Barnabæjar og Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla mæta undir þessum lið.
Sigríður Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri, gerði grein fyrir fram lagðri starfsáætlun og fleiri gögnum sem liggja til grundvallar fyrir fjárhagsáætlun 2022 er varðar leikskólann Barnabæ. Einnig gerði Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri grein fyrir fram lagðri starfsáætlun fyrir Blönduskóla, ásamt skóladagheimili og fleiri gögnum um m.a. tölvu og tæknimál og varða fjárhagsáætlun 2022. Umræður urðu um fram lögð gögn og starfsemi í bæði leikskóla og grunnskóla.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

2110025

Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar afskriftir.
Byggðaráð samþykkir að fella niður og afskrifa þing- og sveitarsjóðagjöld að upphæð samtals kr. 9.920.445- samkvæmt afskriftarbeiðni sem liggur fyrir fundinum. Málið fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt með 3 atkvæðum.

3.Erindi frá Leikfélagi Blönduóss

2110021

Stjórn leikfélags Blönduóss lýsir yfir áhyggjum sínum vegna ótryggðrar aðstöðu leikfélagsins í félagsheimilinu Blönduósi til sýningarhalds þar sem ekki hefur verið lokið við endurnýjun á bíósal.
Leikfélagið skorar á Blönduósbæ að gera ráð fyrir endurnýjun á bíóstólum og lagfæringu á gólfi í bíósal í félagsheimilinu í næstu fjárhagsáætlun 2022.
Byggðaráð hefur skilning á að bæta þurfi aðstöðu fyrir Leikfélagið og fleiri menningarviðburði í Félagsheimilinu, og vísar erindinu til frekari skoðunnar og kostnaðarmats fyrir framkvæmda- og fjárhagsáætlun árið 2022.

4.Leikfélag Blönduóss - umsókn um styrk úr bæjarsjóði Blönduósbæjar

2110026

Leikfélag Blönduóss óskar eftir rekstrar/sýningarstyrk fyrir leikárið 2022. Áætlað er að setja á laggirnar farsa á fyrstu mánuðum næsta árs. Styrkurinn færi upp í þann kostnað sem fylgir uppsetningu á leiksýningu, launum, markaðssetningu og sýningarrými ásamt öðrum rekstrarkostnaði.
Byggðaráð vísar umsókn um styrk, (fyrir leikárið 2022) til vinnu við fjárhagsáætlun 2022, og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

5.Ungmennafélagið Hvöt

2110027

Erindi frá Ungmennafélagi Hvatar varðandi sparkvöllinn.
Byggðaráð þakkar brýningu frá stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar, er varðar endurbætur á sparkvelli, og ítrekar að endurbætur verði settar í forgang í framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

6.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2110029

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
Nýjar leiðbeiningar varða ritun fundargerða, leiðbeiningar um fjarfundi og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélags. Lagt fram til kynningar en sveitarstjóra falið að vinna áfram að því að uppfæra samþykktir og kynna breytingar eftir því sem við á.

7.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2110031

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga

2110032

Þátttaka og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022.
Byggðaráð og sveitarstjórn hafði áður skuldbundið sig til þess að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu, sem mun skila sér síðar í sameiginlegum úrlausnum í stafrænni umbreytingum á næstu árum. Kostnaðarhlutdeild Blönduósbæjar fyrir árið 2022, að upphæð kr. 770.341- er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2022.

9.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

2110033

Breyting á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar, og skrifstofu- og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram með endurskoðendum.

10.Sveitarfélagið Skagafjörður

2110034

Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna byggingar íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk á Blönduósi og Sauðárkróki.
Byggðaráð tekur jákvætt í að erindið verði skoðað frekar, náist samstaða um það, en vísar endanlegri ákvörðun til sveitarstjórnar Blönduósbæjar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og afla frekari upplýsinga.

11.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð

2110028

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 28. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Samband sveitarfélaga á Norðurlandi - fundargerð

2110030

Fundargerð 69. fundar stjórnar SSNV frá 5. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?