199. fundur 19. október 2021 kl. 16:00 - 19:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá
Sigurgeir Þór Jónasson, formaður byggðaráðs var á síma, frá útlöndum til þess að fylgjast með efni fundarins.

Hjálmar Björn Guðmundsson, varaformaður stýrði fundi.

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022 - kynning frá deildum.
Katharina Schneider forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún., Sigríður Hrönn Bjarkadóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra, Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mæta undir þessum lið.
Katharina Schneider forstöðumaður Héraðsbókasafns A-Hún., fór yfir starfsáætlun 2022 og helstu áherslur sem þar koma fram.
Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra, fór yfir starfsáætlun 2022 og helstu áherslur sem þar koma fram, en einnig var rætt um aðstöðu og húsnæði fyrir félagsstarfið í bráð og lengd.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Menningaar- íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar fór yfir starfsáætlanir fyrir þá starfsemi sem undir hana heyra, svo sem Skjólið, Húnavaka, 17. júní, Sumarfjörið, Menningarmál, og íþrótta- og tómstundamál. Þá lagði hún fram lista yfir þau atriði sem hún leggur áherslu á og varða fjárhagsáætlun 2022. Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir nokkur áhersluatriði sem byggðaráð þarf að taka til athugunnar, svo sem málefni hafnar, ofl.þ.h. Einnig atriði sem varða aðrar deildir.
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir málefni bæjarskrifstofu, ásamt umsóknir um styrki fyrir árið 2022, samanburð á gjaldskrám við önnur sveitarfélög, Sérstakan húsnæðisstuðning, og yfirlit/tillögur um skatta og gjöld 2022.

2.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sveitarstjóri fer yfir stöðu á sölu eigna í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri ásamt forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála er varðar mögulega sölu eigna/íbúða sem eru í eigu sveitarfélagsins. Lagt er til að Skúlabraut 23 verði sett á sölu á þessu ári, en hún er að losna eftir langtímaleigu. Byggðaráð samþykkir að íbúðin að Skúlabraut 23 verði sett í söluferli.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?