202. fundur 18. nóvember 2021 kl. 16:00 - 19:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022.
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mæta undir þessum lið.
Farið var yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2022, þar með talið ákvarðanir um gjaldskrár, styrki, beiðnir frá deildum, ásamt ýmsum öðrum óskum um breytingar sem hafa áhrif á lokavinnu við fjárhagsáætlun. Þá var rætt um forgangsröðun verkefna í fjárfestingum sem tekið hafa breytingum á milli funda. Mikil umræða varð um hvað væri raunhæft að framkvæma á næsta ári. Lokaákvörðun vísað til næsta fundar bygggðaráðs.

2.Umhverfisstofnun - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey í Blöndu

2111013

Til stendur að hefja vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Hrútey í Blöndu og er óskað eftir tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp.
Byggðaráð fagnar vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey í Blöndu og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um verkefnið.

3.Húnaþing vestra - málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

2111014

Bókun byggðaráðs Húnaþings vestra og sveitarstjórnar Húnaþing vestra vegna fjárhagsáætlunar málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vesta.
Byggðaráð Blönduósbæjar tekur undir bókun Húnaþings vestra, á 1111. fundi sínum, um Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, og lýsir yfir þungum áhyggum yfir því hvernig kostnaður í þessum málaflokki hefur þróast. Jafnframt mun fulltrúi sveitarfélagsins vera með í viðræðum við félags- og barnamálaráðherra um þessi mál til þess af ræða þessa stöðu.

4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - sveitarstjórnum heimilað að taka ákvarðanir að nýju á fjarfundum vegna COVID-19

2111015

Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

5.Norðurá bs - Svæðisáætlun sveitarfélaga

2111016

Erindi til aðildarsveitarfélaga Norðurár bs þar sem félaginu verði falið að koma fram fyrir hönd þeirra við gerð nýrrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Byggðaráð Blönduósbæjar staðfestir að Norðurá bs komi fram fyrir hönd sveitarfélagsins við gerð nýrrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?