206. fundur 14. desember 2021 kl. 12:00 - 13:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Lokayfirferð á fjárhagsáætlun 2022.
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2022 og kynnti þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri umræðu og áhrif á niðurstöðu.
Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2022 þá samþykkir byggðaráð fram lagða fjárhagsáætlun, með þremur atkvæðum, og vísar henni til síðari umræðu og staðfestingar sveitarstjórnar.

2.Embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa - drög að samstarfssamningi Húnavatnssýslna

2112017

Sveitarstjóri kynnti fram lögð drög að samstarfssamningi um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa í Húnavatnssýslum og helstu forsendur hans. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að vinna áfram að útfærslu samnings og kostnaðarskiptingar í samráði við þátttökusveitarfélög.

3.Barnabær - Inntökualdur barna

2105021

Tillögu um breytingar frá fræðslunefnd Blönduósbæjar.
Á 40. fundi fræðslunefndar, 14/05.2021, undir 8. lið á dagskrá var bókað:
"Í ljósi lengingar fæðingarorlofs sem tekið hefur gildi og til samræmingar við nágrannasveitarfélög vill fræðslunefnd hvetja sveitarstjórn að kanna möguleikann á endurskoðun á reglum um inntökualdur leikskólabarna til hækkunar." Þá leggja stjórnendur leikskólans það til að inntökualdur verði hækkaður sem fyrst úr 8 mánaða í 12 mánaða. Byggðaráð tekur undir fram komin sjónarmið um hækkaðan inntökualdur en vísar ákvörðun til sveitarstjórnar.

4.SSNV - fundargerð 71. fundar stjórnar

2112016

Fundargerð 71. fundar stjórnar SSNV frá 7. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?