209. fundur 08. febrúar 2022 kl. 12:00 - 13:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa

2202004

Umboðsmaður barna vill hvetja sveitarfélög til þess að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framvkæmd og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
Lagt fram til kynningar.

2.Áframhaldandi samstarf um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

2202005

Á fundi framkvæmdaráðs málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra 29. nóvember 2021 var rætt um framhald samnings um málefni fatlaðs fólks í landshlutanum. Var samþykkt að hvert sveitarfélag myndi taka afstöðu til áframhaldandi samstarfs fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.
Byggðaráð vísar málinu til kynningar og staðfestingar sveitarstjórnar.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - umdæmisráð barnaverndar

2202007

Alþingi samþykkti breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Breytingarnar taka gildi þann 28. maí 2022.

Mikilvægt er að sveitarfélög sem þurfa að sameinast um umdæmisráð hefji viðræður sem fyrst um mögulega útfærslu ráðanna.
Sveitarstjóri upplýsti um að málið væri til skoðunnar hjá sveitarfélögum á svæðinu, og viðræður í gangi um það hvaða sveitarfélög myndu ná saman um þessar breytingar.
Mun verða tekið fyrir aftur og kynnt þegar það liggur fyrir.

4.Bjarg íbúðafélag hses. - samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202008

Kynning frá Bjargi íbúðafélags um starfsemi félagsins og könnun á áhuga á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
Lagt fram til kynningar, en málið verður skoðað frekar með öðrum valkostum á þessu sviði.

5.Kjörskrárstofn vegna kosninga um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar laugardaginn 19. febrúar 2022

2202010

Farið yfir meðferð kjörskrárstofna vegna sameiningarkostninga 19. febrúar næstkomandi.
Byggðaráð fór yfir kjörskárstofn Blönduósbæjar vegan kosninga um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sem fram fer laugardaginn 19. febrúar n.k.
Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá Þjóðskrár 31.janúar 2022. Á kjörskrá eru 638 einstaklingar, 323 karlar og 315 konur. Byggðaráð samþykkir kjörskrárstofn sem kjörskrá í sveitarfélaginu með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.
Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskrárstofni og undirrita kjörskrá.
Kjörskrá sveitarfélagsins mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33 á opnunartíma hennar til kjördags.

6.Samkomulagsdrög Breiðavaðs og Enni

2202009

Fyrir fundinum liggja samkomulagsdrög á milli eiganda jarðarinnar Breiðavaðs, annars vegar og Blönduósbæjar sem eiganda jarðarinnar Enni hins vegar, um skipti á landspildu úr landi Enni og uppkaupa á leigusamningi sem verið hefur í gildu um vatnsréttindi í svonefndum Laugarhvammi sem áður hafði verið seldur Blönduóshreppi.

Byggðaráð samþykkir samkomulagsdrögin fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra, ásamt skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá samningi um það efni sem fram kemur í samkomulagsdrögunum, og felur sveitarstjóra jafnframt að undirrita samning þar um.
Málinu vísað til staðfestingar sveitarstjórnar.

7.Kirkjugarður Blönduóss - fundargerð stjórnar og styrkumsókn

2105031

Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Kirkjugarðsins í Blönduósi, um erindið, og koma með tillögu um afgreiðslu málsins fyrir næsta fund byggðaráðs.

8.Smárabraut 7 og 9 - Umsókn um lóð

2202001

Umsókn frá Lárusi B. Jónssyni um lóðirnar Smárabraut 7 og 9 undir þriggja íbúða raðhús alls 450m2. Meðfylgjandi umsókninni er tillöguppdráttur og lýsing gerð af Guðbjarti Á. Olafssyni.
Dagskráliðir nr 8. og 9. á dagskrá fundarins voru teknir saman til afgreiðslu að viðstöddum Sýslumanninum á Norðurlandi vestra og Skipulags- og byggingafulltrúa.
Þar sem tveir aðilar höfðu sótt um sömu lóðirnar, að Smárabraut 7 og 9, þá framkvæmdi Sýslumaður hlutkesti þar sem nöfn beggja umsækjenda voru sett á miða í skál og dró sýslumaður nafn Lárusar B Jónssonar upp úr skálinni og er því lóðunum úthlutað til hans, að uppfylltum öðrum almennum skilyrðum sveitarfélagsins, um úthlutun lóða.
Meðferð málsins var færð í fundargerðarbók og undirrituð af þeim sem viðstaddir voru.

9.Smárabraut 7 og 9 - Umsókn um lóð

2201003

Erindi frá GC verk ehf. umsókn um lóðirnar Smárabraut 7 og 9 undir 5 íbúða raðhús samtals um 465m2. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir gerðir af TAG teiknistofu ehf. og greinargerð.
Dagskráliðir 8. og 9 voru teknir saman til afgreiðslu, að viðstöddum Sýslumanni og Skipulags- og byggingafulltrúa. Sjá sameiginlega bókun undir 8. lið á dagskrá.
Sveitarstjóra og skipulag- og byggingafullttrúa falið að tilkynna GC verk ehf.,um meðferð og afgreiðslu á erindinu, og jafnframt að kynna aðra mögulega kosti í stöðunni.

10.SSNV - fundargerð 73. fundar stjórnar

2202006

Fundargerð 73. fundar stjórnar SSNV frá 1. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Umræður um sölu eigna. Tilboð hefur borist í auglýsta íbúð í blokkinni að Hnjúkabyggð 27.
Byggðaráð samþykkir gagntilboð sveitarfélagsins í fasteignina að Hnjúkabyggð 27., að upphæð kr 13,9 mkr., og selst því íbúðin í núverandi ástandi sem tilboðsgjafi hefur kynnt sér.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?