214. fundur 24. maí 2022 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Ferðamálastofa - synjun við umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

2205026

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vorið 2022 að umsókn Blönduósbæjar vegna "Þjónustuhúss við Hrútey" er synjað þar sem verkefnið náði ekki tilskildum stigafjölda.
Byggðaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að hafa ekki fengið úthlutað styrk í þetta verkefni, þar sem um þriðja og síðasta áfanga er að ræða, sem þegar hefur fengið úthlutað í fyrir áfanga. Nauðsynlegt er að koma fyrir þjónustuhúsi við þennan vaxandi viðkomustað ferðamanna, sem þegar hefur vakið verðskuldaða athygli.
Sveitarstjóra falið að koma á framfæri bókun og vonbrigðum byggðaráðs Blönduósbæjar.

2.Bréf frá Landhelgisgæslu Íslands

2205022

Tilkynningar til sjófarenda 5, 2022
Lagt fram til kynningar, og verður komið á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

3.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - bréf til sveitarfélaga

2205023

Bréf til sveitarfélaga frá mennta- og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu.
Lagt fram til kynningar

4.Innviðaráðuneyti - bréf frá reikningsskila- og upplýsinganefnd

2205024

Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna viðauka fyrir 1. júní nk. - 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015.
Erindið hefur verið kynnt fyrir endurskoðendum Blönduósbæjar, og mun verða brugðist við því samkvæmt nánari leiðbeiningum sem munu berast frá reikningsskila- og upplýsinganefnd og í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - landsþing og landsþingsfulltrúar

2205025

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir því að sveitarfélagið kjósi landsþingsfulltrúa til að sitja á landsþingum sambandsins og jafn marga til vara.
Byggðaráð frestar erindinu og vísar afgreiðslu þess til nýrrar sveitarstjórnar að kjósa 2 fulltrúa fyrir landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga, samkvæmt viðmiðum.

6.Umsókn um lóð við Blöndubyggð

2205018

Erindi frá Davíð Kr. Guðmundssyni. Umsókn um lóðina sem áður var Blöndubyggð 13. Umsækjandi hyggst nýta lóðina til að dreifa úr þeim bústöðum sem fyrir eru á Blöndubyggð 9 og einnig að bæta við einhverjum húsum. Megin áherslan er að fegra umhverfið kringum bústaðina, gera byggðina fallegri, ásamt því að bæta upplifun gesta og bæta úrvalið.
Byggðaráð gefur vilyrði til 6 mánaða, um úthlutun umræddrar lóðar, en vísar að öðru leyti til afgreiðslu Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar.

7.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar

2205020

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Heimilisiðnaðarsafnið - fundargerð stjórnar

2205021

Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins frá 2. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.SSNV - fundargerð 77. fundar stjórnar

2205027

Fundargerð 77. fundar stjórnar SSNV frá 10. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?