67. fundur 17. ágúst 2016 kl. 17:00 - 21:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar

1508019

Jens P. Jensen aðalbókari Blönduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið. Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins 2016 lagt fram til kynningar. Jens fór yfir rekstur Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins.

Rekstur ársins er í meginatriðum í samræmi við áætlanir.

2.Félags- og skólaþjónusta A- Hún - fundargerð frá 30. júní 2016

1608011

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.

3.Félags- og skólaþjónusta A -Hún - fundargerð frá 8. júlí 2016

1608012

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.

4.SSNV - fundargerð stjórnar 9. ágúst 2016

1608010

Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun um 10. lið fundargerðarinnar.

"Fullyrt er í fundargerðinni að landbúnaður sé langstærsta og mikilvægasta atvinnugreinin á Norðurlandi vestra. Ekki þarf að glugga lengi í hagskýrslur og verkefnatengdar skýrslur um málefni landshlutans til að sjá að þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Mikilvægi þessarar greinar er mikið og ályktun SSNV um mikilvægi þess að vel takist til við gerð búvörusamninga er ágæt en óþarfi ætti að vera að gera meira úr mikilvægi greinarinnar en efni standa til."



Hörður Ríkharðsson leggur jafnframt eftirfarandi bókun undir 11. lið fundargerðarinnar.

"SSNV greinir nýframkomið frumvarp menntamálaráðherra um námslán með afar athyglisverðum hætti. Í lokin er svo lagt til að þeir sem ekki þurfa fjárhagsstuðning vegna náms fái hann ekki en þeir sem þurfi á honum að halda njóti forgangs. Sérstök ástæða þykir undirrituðum að taka undir þessa niðurstöðu stjórnar SSNV og þakka fyrir hana."



Fundargerð stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

5.Byggðasamlag Tónlistaskóla A- hún - fundargerð frá 7. júní 2016

1608005

Fundargerð Byggðasamlags tónlistarskóla A - Hún lögð fram til kynningar.

6.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 28. júlí 2016

1608001

Fundargerð Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

7.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1409008

Borist hefur umsókn um námsvist í Blönduskóla.

Fært í trúnaðarbók.

8.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1608013

Afgreiðslu frestað

9.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1608015

Afgreiðslu frestað

10.Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar - styrkbeiðni

1608006

Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar leitar eftir stuðningi Blönduósbæjar vegna bæjarhátíðarinnar Skagginn sem haldin verður 27. ágúst nk. og óskar eftir 50. þúsund króna styrk.



Blönduósbær samþykkir 50.000 kr styrk. Fjárveitingin er tekin af lið 0589-9991.

11.Ferðamálastofa - Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

1608002

Ferðamálastofa óskar eftir samstarfi við Blönduósbæ um framhald verkefnis sem gengið hefur undir nafninu "kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar".Óskað er eftir að Blönduósbær tilnefni tengilið við verkefnið.



Byggðaráð tilnefnir Lee Ann Maginnis sem tengilið við verkefnið.

12.Íbúðalánajóður - framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

1607018

Bréf Íbúðalánasjóðs lagt fram til kynningar.

13.Samningur um lagningu ljósleiðara í Langadal milli Mílu, Húnavatnshrepp og Blönduósbæ

1608016

Byggðaráð samþykkir samninginn.

Fundi slitið - kl. 21:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?