12. fundur 20. september 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Lee Ann Maginnis formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson aðalmaður
Dagskrá

1.Erindisbréf fyrir jafnréttisnefnd Blönduósbæjar

1502006

Fundarmenn undirrituðu erindisbréf nefndarinnar.

2.Jafnréttisáætlun 2018-2022

1807027

Nefndin vann áfram að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.

Umræða skapaðist um nýsamþykkt lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Formanni falið að hafa samband við Jafnréttisstofu og kanna áhrif þeirra á gerð jafnréttisáætlunar.

Jafnréttisnefnd fjallaði sérstaklega um mikilvægi þess að fjárveiting til jafnréttismála verði tryggð við gerð fjárhagsáætlunar og ítrekar þær víðtæku lögbundnu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið í því sambandi.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?