14. fundur 06. júní 2017 kl. 15:00 - 16:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Gauti Jónsson aðalmaður
  • Þórður Pálsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Refa- og minkaveiði

1705038

Ákveðið var að fara yfir fyrirkomulag refa og minnkaveiða eftir veiðitímabilið 2017. Stefnt er að því að útbúa samning við grenjaskyttu, á svipuðum nótum og Skagabyggð gerði við sínar skyttur. Stefnt er á að þessari vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2018.

2.Upprekstur hrossa

1706001

Ákveðið hefur verið að leyfa upprekstur hrossa úr sveitarfélaginu á afrétt Blönduósbæjar frá og með mánudeginum 12. júní nk.

3.Göngur og réttir 2017

1706002

Fyrri réttir í Skrapatungurétt verða 10. September samkvæmt fjallskilareglugerð. Stóðsmölun á Laxárdal verður 16. september og stóðréttir 17. september.
Stefnt er að því að seinni fjárleitir á Laxárdal verði fimmtudaginn 14. september og er það breyting á fyrra fyrirkomulagi. Með þessari breytingu verður eingöngu smalað hrossum 16. september. Landbúnaðarnefnd skorar á sveitarstjórn að ráða viðburðarstjóra sem vinnur að markaðssetiningu og auglýsingu á stóðréttinni. Ekki er einhugur í nefndinni um þessa breytingu. Áréttað er að þetta fyrirkomulag er til reynslu.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?