15. fundur 17. ágúst 2017 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gauti Jónsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Þórður Pálsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Göngur og réttir 2017

1706002

Fjallskilastjóri lagði fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 380 kr. og dagsverk í Tröllabotnum og Laxárdal 13.000 kr. en 12.000 kr. í Langadalsfjalli.
Gangnaseðill og tekjuáætlun verður í viðhengi með fundargerð.

2.Réttarmál við smölun á Langadalsfjalli

1708006

Gauti Jónsson lagði fram bréf sem hann hefur skrifað Blönduósbæ vegna réttarmála við smölun á Langadalsfjalli. Í bréfi þessu segir hann upp þeirri aðstöðu sem hann hefur veitt í og við fjárhús í 26 ár.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?