23. fundur 20. ágúst 2020 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rúnar Örn Guðmundsson aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Birna Ágústsdóttir
  • Guðmundur Haukur Jakobsson
  • Höskuldur Birkir Erlingsson
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Göngur og réttir 2020

2008001

Göngur og réttir á tímum Covid-19
Farið var yfir leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid-19 sem gefnar hafa verið út af Embætti landlæknis, Landssamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.
Ákveðið að hafa þátttökulista í réttir á vegum sveitarfélagsins, þær sem ætla má að gætu farið yfir 100 manns. Ekki verður skipulögð dagskrá í tengslum við stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt eins og verið hefur. Þeir sem ekki eiga fjárvon í réttum og ekki eru að aðstoða við réttarstörf eru vinsamlegast beðnir að mæta ekki til rétta. Sveitar- og fjallskilastjóra falið að útfæra nánar tilhögun sóttvarna í göngum og réttum og kynna það með fréttatilkynningu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?