10. fundur 15. ágúst 2016 kl. 14:00 - 16:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gauti Jónsson formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Þórður Pálsson aðalmaður
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Gauti Jónsson formaður
Dagskrá

1.Göngur og réttir 2016

1608009

Fram kom hjá Gauta Jónssyni, fjallskilastjóra að illa gangi að manna göngur. Ef ekki ræðst bót á því í vikunni, gæti orðið að grípa til þess ráðs að færa göngur í út Langadalsfjalli yfir á sömu helgi og smalað er fram Langadalsfjall og Skarðsskarð. Rætt var um hvort gefa eigi afslátt til hrossabænda sem eru með merar í blóðtöku eins og gert var í fyrra. Ákveðið af gefa 50% afslátt af fjallskilum fyrir þær hryssur sem eru í blóðtöku.

2.Embætti fjallskilastjóra

1608014

Gauti Jónsson óskaði eftir að losna undan embætti fjallskilastjóra. Ákveðið að Anna Margrét Jónsdóttir taki við því tímabundið, þar til önnur skipan verður ákveðin.

3.Bændasamtök Íslands - samþykktir Búnaðarþings 2016

1608007

Fyrir fundinum lá bréf frá Bændasamtökum Íslands með nokkrum spurningum um framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu. Bréfið er sent í kjölfar ályktunar Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Fjallskilastjóra falið að svara bréfinu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?