12. fundur 01. febrúar 2017 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Gauti Jónsson aðalmaður
  • Þórður Pálsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Sigfús Heiðar Árdal - umsókn um leyfi

1611013

Tekið fyrir erindi frá Sigfúsi Heiðari Árdal þar sem hann ósdkar eftir að draga út fyrir ref á Kirkjuskarið.

Nefndin mælir ekki með að dregið sé út fyrir ref á Kirkjuskarði að svo stöddu. Það fé sem veitt hefur verið til refaveiða hefur varla dugað til grenjavinnslu hvað þá til vetrarveiða.

2.Stóðsmölun og stóðréttir í Skrapatungurétt

1701012

Tekið fyrir bréf frá Sigurði Ágústssyni á Geitaskarði um stóðsmölun á Laxárdal og tilhögun á henni. Í bréfi Sigurðar kemur fram ósk um að haldinn verði fundur um málið og tekur nefndin undir það. Samþykkt að boða til fundar og boða þar til hagsmunaaðila svo sem Vindhælinga, búfjáreigendur og ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

3.Dýrahræ

1702003

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að finna lausn á förgun á dýrahræjum sem falla til í sveitarfélaginu. Til að mynda má benda á fyrirkomulag sem Skagfirðingar notast við en þar fer bíll um sveitarfélagið einu sinni í viku og hirðir upp hræ fyrir bændur þeim að kostnaðarlaustu.

4.Innrekstur úr fram Langadalsfjalli.

1702004

Gauti vakti máls á því að fé sé rekið inn í heimarétt í Hvammi. Þetta samrýmist ekki lögum og reglum um fjallskilamál og sjúkdómsvarnir. Nefndin er sammála um að huga þarf að hentugri framtíðarlausn.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?