14. fundur 07. mars 2019 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Almenn málefni

1809018

Miklar umræður urðu um mögulegt starf íþrótta-, og tómstundafulltrúa.

Nefndin telur gríðarlega mikilvægt að það verði starfandi fulltrúi á vegum sveitarfélagsins sem hefur yfirumsjón með málaflokki íþrótta og tómstunda. Íþrótta- og tómstundastarf sveitarfélagsins er mjög fjölbreytt og því mikilvægt að vel sé haldið utan um málaflokkinn og að starfið sé vel skipulagt.

Þá sköpuðust jafnframt umræður um möguleikann á sameiginlegum starfsmanni í samstarfi við USAH og sveitarfélögin á svæðinu.

2.Afgreiðsla umsókna vegna Húnavöku

1903006

11 umsóknir bárust um stöðu viðburðarstjórnanda fyrir Húnavöku.

Eftir yfirferð umsókna var ákveðið að ræða nánar við fjóra aðila.

Nefndin felur sveitarstjóra og formanni nefndarinnar að ræða við umsækjendur.

3.UMFÍ - Ungmennastefnan Ungt fólk og lýðræði

1902013

Erindi frá UMFÍ þar sem vakin er athygli á ráðstefnunni "Ungt fólk og lýðræði".

Nefndin felur sveitarstjóra að auglýsa ráðstefnuna innan sveitarfélagsins og hvetur ungt fólk á svæðinu til að skrá sig.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?