18. fundur 14. maí 2020 kl. 14:00 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Svanur Ingi Björnsson varaformaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir, formaður
Dagskrá
Fram kom ósk um að bæta við dagskrárliðnum Heilsueflandi samfélag. Var það samþykkt.

1.Húnavaka

1901018

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin sem viðburðarstjórnandi Húnavöku 2020. Nefndin óskar henni velfarnaðar í starfi og verður henni innan handar ef þess er óskað. Kristín Ingibjörg kom inn á fundinn undir þessum lið og nefndin fór yfir áherslupunkta og ábendingar varðandi hátíðina. Kristín upplýsti nefndina um gang mála og hugmyndir varðandi hátíðina. Húnavaka 2020 miðast við þær reglur og takmarkanir sem að verða í gildi varðandi Covid-19 þegar að hátíðin fer fram.

2.Leikjanámskeið

2005006

Nefndin fór yfir plön varðandi Leikjanámskeiðið sem að á að vera í sumar. Vegna umræðna og ábendinga sem að nefndinni hefur borist vegna Leikjanámskeiðs vill hún leggja áherslu á að aldursskipta hópnum vegna ólíkra þarfa barnanna ef möguleiki er á því. Auk þess að þjónustan verði ekki skert í ár og að námskeiðið verði haldið í 6 vikur. Einnig vill nefndin brýna fyrir mikilvægi þess að hafa einn umsjónarmann með Leikjanámskeiðinu svo að skipulag fari sem best fram.

Nefndin vill vekja athygli á mikilvægi þess að hafa Tómstunda- og íþróttafulltrúa starfandi í Blönduósbæ til að skipuleggja hluti eins og Leikjanámskeiðið svo eitthvað sé nefnt.

3.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - Heilsueflandi samfélag

2001031

Nefndin tilnefnir einn fulltrúa úr Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd í stýrihóp Heilsueflandi samfélags sem samanstendur af fulltrúum lykilstofnanna í samfélaginu. Aðrir fulltrúar í stýrihóp koma frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduskóla, Leikskólanum Barnabæ og loks Öldungaráði. Nefndin felur sveitarstjóra að tilkynna það inn til embætti Landlæknis, ásamt öðrum fulltrúum í stýrihóp.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?