20. fundur 10. nóvember 2020 kl. 14:00 - 15:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Svanur Ingi Björnsson varaformaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Magnús Valur Ómarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Menningar,- tómstundar, og íþróttanefnd - Almenn nefndarstörf

2008012

Almenn nefndarstörf
Nefndin fór yfir afgang af ráðstöfunarfé sínu. Miklar umræður sköpuðust en fjölbreytt málefni brenna á nefndarmeðlimum. Niðurstaðan var sú að eyrnamerkja peninginn í fræðslu og forvarnir fyrir ungmenni Blönduósbæjar. Formaður nefndar mun vinna áfram í verkefninu í samstarfi við Ungmennaráð.

2.Menningar-,íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar

2008010

Menningar,-íþrótta- og tómstundafulltrúi
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar. Nefndin fagnar þessu stóra og mikilvæga framfaraskrefi fyrir samfélagið. Nefndin óskar Kristínu velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins með henni við að þróa og bæta menningar-, íþrótta og tómstundastarf sveitarfélagsins.

3.Ungmennaráð

1811002

Ungmennaráð Blönduósbæjar
Skipan í Ungmennaráð Blönduósbæjar 2020-2021 er eftirfarandi:
Aðalmenn
Björn Ívar Jónsson
Harpa Sól Guðmundsdóttir
Vilborg Jóhanna Líndal
Guðmundur Lúðvík Jónsson
Ólíver Pálmi Ingvarsson

Varamenn
Guðrún Tinna Rúnarsdóttir
Harpa Hrönn Hilmarsdóttir
Kristín Helga Þórðardóttir
Þorsteinn Óskar Sigurðsson

4.Menningar-, íþrótta,- og tómstundanefnd - Áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunargerð

2011015

Áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáæltunargerð
Nefndin óskar eftir því að viðhalda sérstakri fjárveitingu til verkefna nefndarinnar sem ráðstafað verður í þau málefni sem talin eru mikilvæg hverju sinni.

Áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2021 eru eftirfarandi:

Frisbígolfvöllur - Að unnið verði að því að Frisbígolfvöllur verði settur upp innan sveitarfélagsins.
Ungbarnaleikvöllur - Að sett verði fjármagn í að koma upp ungbarnaleikvelli eða leikvelli sem að hentar yngri börnum samfélagsins á opnu svæði innan bæjarins.
Skjólið/Frístundaheimili Blönduósbæjar - Að lögð verði áhersla á að bæta og þróa starf Skjólsins og stuðla að því að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika.
Göngustígar - Að lagt verði áherslu á endurbætur, kortlagningu og fjölgun göngustíga í og við Blönduósbæ til þess að stuðla að og efla heilbrigði og útivist bæjarbúa.
Húnavaka - Að haldið verði áfram að betrumbæta og styrkja bæjarhátíð Blönduósbæjar.
17.júní - Að lögð sé áhersla á að viðhalda hátíðarhöldum á þessum degi.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?