31. fundur 31. maí 2017 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
  • Bjarni Þór Einarsson skipulagsfulltrúi
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Hlíðarbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi - Breytingar á bílskúr o.fl.

1704014

Fyrir liggja nýjar teikningar en umsóknin var rædd á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarmálum milli Hlíðarbrautar 19 og 21.

2.Ámundakinn ehf. - Umsókn um lóð

1611001

Óskað er eftir að félagið fái lóðina að Hnjúkabyggð 34 í stað Hnjúkabyggðar 38.
Valgarður Hilmarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Nýtt deiliskipulag við Hnjúkabyggð hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Unnið er að lagfæringum á deiliskipulagstillögunni til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og stækkun á byggingrreit á lóðinni Hnjúkabyggð 34. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit

1702005

Bréf Skipulagsstofnunar frá 17. maí 2017.
Í bréfi dagsettu 17. maí sl. gerir Skipulagsstofnun eftirfarandi athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagstillögunnar í B-deild Stjórnartíðinda og minnir á að sveitarstjórn skal taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn tók athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu á 37. fundi sveitarstjórnar, þriðjudaginn 30. maí sl. og fól skipulagsfulltrúa að gera úrbætur á greinargerð og uppdrætti í samráði við ráðgjafa og Skipulagsstofnun. Fyrir fundinum liggur lagfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem byggingarreitur á lóðinni Hnjúkabyggð 34 er stækkaður. Nefndin samþykkir að óska umsagnar lóðarhafa að Hnjúkabyggð 32 vegna breytinga á byggingarreit Hnjúkabyggðar 34. Nefndin samþykkir skipulagsuppdráttinn að öðru leiti með framkomnum breytingum.

4.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Kynning á stöðu verkefnins.
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála og umræður urðu um verkefnið í kjölfarið en verkefnisstjórn fundaði á dögunum og ræddi framgang verksins. Nefndin samþykkti að kynna verkefnið fyrir bæjarbúum og stefnt er að íbúafundum í september þar sem leitað verður upplýsinga og stjónarmiða þeirra til svæðisins.

5.Húnabraut 33 - Umsókn um að reisa minnismerki

1705045

Hugmyndir eru um að reisa minnisvarða um mjólkurvinnslu á Blönduósi á lóð Húnabrautar 33 (áður MS). Minnisvarðinn verður "strokkur" sem áður var í notkun í Mjólkurstöðinni og er hann um 2x2x2 að stærð. Staðsetning er í suðausturhorni lóðarinnar skv. meðfylgjandi mynd.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina en afgreiðslunni er frestað þar til frekari gögn um útfærslu og staðsetningu minnisvarðans er skilað inn.

6.Skólalóð - Umsókn um leyfi til að setja upp leiktæki.

1705046

Meðfylgjandi er tillaga að leiksvæði við Blönduskóla sem fyrirhugað er að ganga frá í sumar. Gert er ráð fyrir svokölluðum ærslabelg sunnan sparkvallar og að keypt verði leiktæki og gengið frá leiksvæði sunnan körfuboltavallar. Óskað er eftir að þessi viðbót við skipulag skólalóðar verði tekin til umfjöllunar og veitt leyfi til framkvæmdanna. Öll leiktæki uppfylla kröfur og staðla og sett verður fallefni undir öll svæði sem þarf. Nánari útfærsla verður unnin með skólastjórnendum og byggðaráði.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?