41. fundur 25. apríl 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Skeiðvöllur - Umsókn um stöðuleyfi

1804011

Hestamannafélagið Neisti óskar eftir stöðuleyfi fyrir dómhús (gám) staðsetning er á miðri mön fjær Svínvetningabraut skv. meðfylgjandi loftmynd.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

2.Umsókn um stöðuleyfi - Norðurlandsvegur 3

1804009

N1 hf, kt. 540206-2010 óskar eftir að fá að setja upp kæli og frystigáma austanmegin við N1 stöðina á Blönduósi. Um er að ræða tvo 10 feta gáma sem verða annarsvegar fyrir kælivöru og hins vegar fyrir frystivörur. Ekki er hægt að setja aðstöðuna inn í hús vegna plássleysis og því er þetta neyðarráðstöfun til næstu tveggja ára. Meðfylgjandi er teikning af fyrirkomulaginu.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

3.Hnjúkahlíð - Umsókn um rif á húsum

1804010

Bjarni Kristinsson óskar eftir leyfi til að rífa hús í landi Hnjúkahlíðar skv. meðfylgjandi loftmynd.
Nefndin heimilar að húsin verða rifin.

4.Umsókn um uppsetningu á skiltum

1804022

Brimslóð ehf. sækir um leyfi til uppsetningar á skiltum á lóðinni að Brimslóð 10A skv. meðfylgjandi gögnum.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum uppsetningu á umræddum skiltum en uppsetning girðingar er háð ákvæðum byggingarreglugerðar. Skiltin skulu sett upp í samráði við byggingarfulltrúa. ZAL situr hjá við afgreiðsluna.

5.Umsókn um leyfi til skógræktar

1804023

Landeigandi í Kúskerpi óskar eftir leyfi til skógræktar á jörðinni. Um er að ræða 36 ha. land sem sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Blönduósbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að skógrækt í landi Kúskerpis sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur rétt að fá umsögn Minjastofnunar um fornminjar á svæðinu.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

6.Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi

1804020

Blanda ehf., kt 520308-0400 óskar eftir byggingarleyfi til að byggja frístundahús skv. meðfylgjandi teikningu unnin af Riss verkfræðistofu, dags. 08.04.2018. Um er að ræða tvö hús sem fara á lóð í 1. áfanga og merkt nr. 1 og 2.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin.

7.Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi

1804021

Blanda ehf., kt 520308-0400 óskar eftir byggingarleyfi til að byggja frístundahús skv. meðfylgjandi teikningu unnin af Thorsverk, dags. 12.04.2018. Um er að ræða tvö hús sem fara á lóð í 4. áfanga og merkt nr. 41 og 45.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin enda uppfylli húsin byggingarreglugerð. GS og OMG sitja hjá við afgreiðsluna.

8.Gagnaver - Umsókn um byggingarleyfi

1804025

Umsókn frá Borealis Data Center um byggingarleyfi fyrir tveimur húsum fyrir gagnaver ásamt starfsmannahúsi
Nefndin samþykkir byggingaráformin. Afgreiðslan tekur gildi þegar deiliskipulagið af svæðinu hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Lokið er við auglýsingarferil á verndarsvæði í byggð. Farið yfir athugasemdir sem komið hafa. Drög að svörum við athugasemdum frá ráðgjafa lögð fram.
Fram komu 73 athugasemdir við auglýsingu um Verndarsvæði í byggð í gamla bænum á Blönduósi. Nefndin fór yfir athugasemdirnar og samþykkir að senda út svör vegna athugasemda til bréfritara. Nefndin samþykkir einnig að óska eftir viðbótarfresti hjá Minjastofun til að ljúka vinnu við Verndarsvæðið og telur að hægt sé að ljúka verkinu á 4-6 vikum.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?