44. fundur 13. ágúst 2018 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Smárabraut 7 og 9

1808005

Erindi frá Mýrarbraut 23 ehf., umsókn um lóðir fyrir raðhús að Smárabraut 7 og 9. Um er að ræða 5 íbúða raðhús. Húsið verður timbureiningar á staðsteyptum sökkli. Framkvæmdarhraði er innan skilmála í reglum um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með óverulegi breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðunum verði breytt úr 2 einbýlishúsalóðum í eina raðhúsalóð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Mýrarbraut 23 ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.

2.Umsókn um lóð - Garðabyggð 10

1808006

Erindi frá Mýrarbraut 23 ehf., umsókn um lóð fyrir parhús að Garðabyggð 10, hvor íbúð verður um 90 fermetrar að stærð. Húsið verður með staðsteyptum sökkli og á hann kemur timburgrind. Framkvæmdarhraði er innan skilmála í reglum um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum.
Nefndin telur að lítið parhús geti rúmast á lóðinni en tekur ekki frekari afstöðu til erindisins fyrr en gögn liggja fyrir. Öll byggingaráform á lóðinni þarf að grendarkynna Nefndin vísar afgreiðslunni til byggðaráðs. Nefndin vekur athygli á að úthlutunarreglur um ívilanir vegna gatnagerðagjalda miða við að lögaðilar fái að hámarki 2 lóðir samkvæmt þeim reglum.

3.Hvammur rétt - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1808007

Erindi frá Gauta Jónssyni og landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar, óskað er eftir framkvæmdarleyfi til að gera fjárrétt í landi Hvamms skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin samþykkir áformin fyrir sitt leiti.

4.Umsókn um breytingu á deiliskipulag

1808008

Erindi frá BDC North ehf, óskað er eftir breytingu á deiliskipulaginu við Fálkagerði þannig að lóðirnar sem fyrirtækið hefur til umráða verði sameinaðar í eina lóð skv. meðfylgjandi teikningum. Um er að ræða lóðir 1,3,5 og 7.
Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá því að breytingin sé grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi greiðir allan kostnað við deiliskipulagsbreytinguna.

5.Skotæfingasvæði - Umsókn um byggingarleyfi

1808009

Erindi frá Skotfélaginu Markviss, umsókn um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir riffilbraut skv. meðfylgjandi teikningum gerðum af Stoð ehf. unnið af Eyjólfi Þórarinssyni teikningar nr. A-101 og A-102.
Nefndin samþykkir byggingaráformin enda séu þau í samræmi við deiliskipulag.

6.Umhverfisviðurkenning 2018

1807014

Umhverfisviðurkenning árið 2018. Skv. bókun síðasta fundar.
Nefndin samþykkti að veita þremur aðilum viðurkenningar og voru þær afhentar á kvöldvöku Húnavöku þann 21. júlí sl. Bergþóri Gunnarssyni og Hrefnu Ósk Þórsdóttur, íbúum að Garðabyggð 6, var veitt viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan garð, Íslandspósti, Hnjúkabyggð 32 viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi og Ingibjörgu Jósefsdóttur, Enni, fyrir snyrtilegt bændabýli.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?