57. fundur 03. júlí 2019 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Binding kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt

1906015

Erindi frá Skógræktinni. Sú breyting varð þann 1. júlí 2016 á stjórnskipulagi skógræktar í landinu að landshlutaverkefni í skógrækt og Skógrækt ríkisins sameinuðust í eina stofnun, Skógræktina. Í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt (maí 2019) segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila vinna landshlutaáætlanir, þar sem útfærð er stefna um skógrækt úr sk. landsáætlun í skógrækt.
Erindið lagt fram til kynningar. Umræður urðu um eflingu á skógrækt í sveitarfélaginu. Rætt var um möguleika á að skilgreina hluta af jörðinni Enni sem skógræktarsvæði.

2.Bæjarskilti

1907002

Bæjarskilti við Blönduósi, umræður og hugmyndir að tegund á skilti og staðsetning.
Umræður urðu um verkefnið. Lögð var fram tillaga frá Nýprent um bæjarskilti. Samþykkt að vinna áfram að verkefninu.

3.Gagnagrunnur fyrir gönguleiðir

1907003

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands. Uppbygging á gagnagrunni fyrir gönguleiðir á Norðurlandi.Verkefnið gengur út á það að safna gögnum um gönguleiðir og hafa þær aðgengilegar á netinu. Það hefur verið erfitt að finna upplýsingar um gönguleiðir á Norðurlandi þar sem þær eru geymdar á mismunandi stöðum og mismunandi uppsettar.
Farið yfir nokkrar gönguleiðir í þéttbýli á Blönduósi og rætt um að gera þriggja ára áætlun um uppbyggingu göngustíga. Vinna þarf frekar að verkefninu m.a. með því að hnitsetja gönguleiðir á svæðinu. Nefndin telur verkefnið mikilvægt og til eflingar í samfélaginu og verður unnið áfram að verkefninu á milli funda í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagsins.

4.Umhverfisviðurkenning 2019

1906024

Nefndin þarf að gera tillögu um umhverfisviðurkenningar Blönduósbæjar 2019.
Fulltrúar úr nefndinni munu fara í vettvangsferð og verða tillögur nefndarinnar bókaðar á næsta fundi.

5.Geymslusvæði fyrir gáma

1906023

Fram hafa komið óskir um geymslusvæði fyrir gáma í sveitarfélaginu. Umræður um staðsetnigu slíks svæðis og hvernig fyrirkomulagið á að vera.
Umræður urðu um geymslusvæði fyrir gáma, skipulagsfulltrúa og tæknideild falið að útfæra tillögu að geymslusvæði og kynna fyrir nefndinni.

6.Vegagerðin - Viðgerð á Blöndubrú - umsókn um framkvæmdaleyfi

1906021

Erindi frá Vegagerðin. Umsókn um framkvæmdarleyfi við seinni áfanga í lagfæringu á Blöndubrú sem hófust 2016. Brjóta á upp brík og gólf brúarinnar og steypa upp á nýtt. Verktími er áætlaður frá byrjun júlí til 15. október. Meðfylgjandi gögn eru umsögn Hafrannsóknarstofnunar, umsögn Veiðifélags Blöndu og Svartár og teikningarhefti unnið af Vegagerðinni dags febrúar 2019.
Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því. Nefndin ítrekar að tryggja þarf öryggi gangandi og hjólandi á brúnni á framkvæmdatímanum.

7.Blönduósbær - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1907001

Erindi frá Blönduósbæ. Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagningu stofnlagna vatns- og fráveitu frá gatnamótum Norðurlandsvegar og Svínvetningabrautar að Fálkagerði. Verktími er frá 1. september til 1. nóvember. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar Atla Gunnari Arnórssyni hjá Stoð verkfræðistofu ehf. dags. 28.júní 2019.
Nefndin samþykkir að veita framkvæmdarleyfi með fyrirvara um umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar umsagnir hafa borist.

8.Efstabraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi

1709011

Erindi frá Björgunarfélaginu Blöndu. Umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði félagsins að Efstubraut 3 árið 2019. Breyta á núverandi bílageymslu þannig að ný iðnaðarhurð verður sett á langhlið hússins og gönguhurð færð, nýtt gólf verður steypt í bílageymsluna og byggt fyrir 3 glugga.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

9.Umræður um störf byggingaryfirvalda

1906022

Störf byggingaryfirvalda - umræður
Farið var yfir málsmeðferð á umsóknum við minniháttar breytingar á fasteignum og fór byggingarfulltúi yfir dæmi um slíkt og með hvaða hætti það tengist byggingarreglugerð og afgreiðslu mála. Byggingarfulltrúi tekur saman minnisblað um málsmeðferðina.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23

1906003F

Fundargerð lögð fram til kynningar
  • 10.1 1808009 Skotæfingasvæði - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarstjóri er Guðmundur Arnar Sigurjónsson.
    Erindið er samþykkt og byggingarleyfi gefið út.
  • 10.2 1904002 Húnabraut 2A - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarsjóri er Faxatorg ehf og ábyrgðarmaður er Eyjólfur Þórarinsson.
    Byggingarleyfi er gefið út.
  • 10.3 1903026 Melabraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarstjóri er Stefán Árnason.
    Byggingarleyfi er gefið út og tók það gildi 22. maí 2019
  • 10.4 1905010 Árbraut 3 -Umsókn um tilkynnta framkvæmd
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Erindið er samþykkt sem tilkynnt framkvæmd.
  • 10.5 1902021 Þverbraut 1 - Smíðastofa Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarstjóri er Guðmundur Arnar Sigurjónsson. Byggingarleyfi gefið út og gildir frá 15. maí 2019.
  • 10.6 1905002 Norðurlandsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarsjóri verður Faxatorg ehf. ábyrgðarmaður er Eyjólfur Þórarinsson. Byggingarleyfir er gefið út.
  • 10.7 1906020 Húnabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarstjóri er Faxatorg ehf, ábyrgðarmaður er Eyjólfur Þórarinsson. Byggingarleyfi er gefið út fyrir niðurrif og uppsetningu eldvarnarveggja innanhúss.
  • 10.8 1902019 Brimslóð 8 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarstjóri er Guðmundur Arnar Sigurjónsson.
    Byggingarleyfi var gefið út 16. maí 2019.
  • 10.9 1906008 Brautarhvammur 5 - Umsögn um rekstrarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri fóru í öryggisúttekt 12. júni. Í framhaldi af henni var gefin út jákvæð umsögn til sýslumanns.
  • 10.10 1905011 Ömmukaffi - umsókn rekstrarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23 Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri fóru í vettvangsferð 16. maí. Í framhaldi af henni var gefin út jákvæð umsögn til sýslumanns.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?