59. fundur 25. september 2019 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Sunnubraut - umferðarhraði

1909021

Erindi frá Gunnari Tryggva Halldórssyni er varðar hraðahindrun og gangbraut á Sunnubraut.
Nefndin bendir á að umferðarhraði hefur verið lækkaður í götunni og sett biðskyldumerki á báða enda hennar síðan erindið barst. Nefndin mun skoða umferðarmál í götunni við næstu endurskoðun þeirra.

2.Blöndubyggð 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1909020

Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni um byggingarleyfi fyrir 10 m2 sólstofu til austur út úr 1. hæð austurhliðar Blöndubyggðar 5, byggt úr timbri samkvæmt meðfylgjandi teikningum gerðar af Guðbjarti Á. Ólafssyni byggingartæknifræðingi dags. 20.09.2019. Ásamt teikningum er umsókn, greinargerð og skráningartafla.
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grendarkynningu fyrir Blöndubyggð 3.

3.Smárabraut 19-27 - Umsókn um byggingarleyfi

1909022

Erindi frá Nýjatúni ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir fimm íbúða raðhúsalengju sem byggð eru úr timbri á steyptum sökkli samkvæmt meðfylgjandi teikningum gerðar af Studio F - Arkitektum nr. 100,101 og 102. dags. 23.09.2019. Ásamt teikningum er umsókn og skráningartafla.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

4.Áherslur SUU í komandi fjárhagsáætlunargerð

1909001

Tillögur nefndarinnar um áherslur hennar í málaflokkunum fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð.
Farið yfir verkefni sem nefndin leggur til að séu skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar.

5.Sölvabakki - Umsókn um lóð

1909023

Erindi frá eigendum Sölvabakka þeim Önnu Margréti Jónsdóttur og Sævari Sigurðssyni. Umsókn um stækkun lóðar fyrir Norðurá b.s. í Stekkjarvík. Um er að ræða tvær stækkanir, annarsvegar 118608m2 og 12154 m2. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur, dags. september 2019 ásamt umsókn.
Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?